Axl­ar sína ábyrgð á óstjórn með af­sögn

Fréttablaðið - - FRÉTTIR - – smj

„Þessi framúr­keyrsla ger­ist á minni vakt þannig að eðli­legt er að ég axli mína ábyrgð og haetti,“seg­ir Ár­mann Hösk­ulds­son, fyrr­ver­andi stjórn­ar­formað­ur Vatna­jök­uls­þjóð­garðs, sem steig til hlið­ar sam­hliða nýbirtri út­tekt Capacent á rekstri þjóð­garðs­ins.

Um­hverf­is­ráðu­neyt­ið fyr­ir­skip­aði í árs­byrj­un óháða út­tekt á fjár­reið­um og rekstri þjóð­garðs­ins vegna fyr­ir­séðr­ar framúr­keyrslu frá sam­þykktri rekstr­aráa­etl­un síð­asta árs, líkt og Frétta­blað­ið greindi frá í byrj­un fe­brú­ar. Nið­ur­staða Capacent var að framúr­keyrsla hafi num­ið 190 millj­ón­um króna svo fátt eitt sé nefnt.

Skýrsl­an er svört, ekki að­eins um rekst­ur þjóð­garðs­ins held­ur um aeðstu stjórn­end­ur hans, stjórn­ar­for­mann­inn og Þórð H. Ólafs­son fram­kvaemda­stjóra, sem sagt var upp í ljósi nið­ur­stöðu skýrsl­unn­ar. Nokk­ur hluti henn­ar er enda helg­að­ur um­fjöll­un um trún­að­ar­brest þeirra á milli sem virð­ist hafa lit­að starf­semi og sam­skipta­örð­ug­leika í rekstri þjóð­garðs­ins um nokkra hríð og leitt hafi til óreiðu og óstjórn­ar.

Ár­mann kveðst ekki aetla að tjá sig um þá gagn­rýni sem fram komi í skýrsl­unni öðru­vísi en að axla ábyrgð með því að segja upp.

„Núna er ég bara haett­ur, get feng­ið frið frá þessu enda hef­ur ver­ið nóg um laeti und­an­far­ið og það er svo sitj­andi stjórn­ar og þeirra sem taka við að leysa úr mál­inu.“

Líkt og Frétta­blað­ið hef­ur fjall­að um hef­ur log­að í ill­deil­um inn­an stjórn­ar­inn­ar og áheyrn­ar­full­trúi Sam­taka út­vist­ar­fé­laga gagn­rýnt að stjórn­in vaeri naer óstarf­haef vegna vanda­mála.

Ár­mann Hösk­ulds­son.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.