Rugl­aðri fer­ill ef vaxta­fer­ill­inn er birt­ur

Fréttablaðið - - MARKAÐURINN - – kij

Már Guð­munds­son seðla­banka­stjóri seg­ir að sér hugn­ist ekki sú til­laga nefnd­ar um ramma pen­inga­stefn­unn­ar að Seðla­bank­inn birti vaxta­spá­fer­il sinn í því augnamiði að styrkja mark­aðsvaent­ing­ar. „Ég held það hefði skap­að tölu­vert meiri vanda­mál ef við hefð­um birt fer­il­inn. Það hefði bara rugl­að umra­eð­una, eng­um til gagns,“sagði hann á fundi í bank­an­um í gaer.

Nefnd­in, sem birti nið­ur­stöð­ur sín­ar í síð­ustu viku, sagði að ein leið til þess að baeta vaent­inga­stjórn­un Seðla­bank­ans vaeri sú að hag­fra­eði­deild bank­ans myndi birta vaxta­spá­ferla sína sem liggja til grund­vall­ar verð­bólgu­spá hans. Slíkt gaeti auk­ið gagnsa­ei í lang­tíma­vaxta­stefnu bank­ans.

Í skýrslu nefnd­ar­inn­ar kom fram að margt benti til þess að styrkja þyrfti vaent­inga­stjórn­un, auka gagnsa­ei við vaxta­ákvarð­an­ir og gefa betri fram­tíð­ar­leið­bein­ing­ar um setn­ingu vaxta.

Már sagð­ist ekki vera þeirr­ar skoð- un­ar að heppi­legt vaeri að birt spá­ferla bank­ans. Hann benti á að vand­inn við til­lög­una vaeri sá að stýri­vaxta­spá­in vaeri gerð af starfs­mönn­um bank­ans, en hún vaeri hins veg­ar ekki spá pen­inga­stefnu­nefnd­ar­inn­ar.

„Og til þess að þetta yrði ein­hver markta­ek fram­sýn leið­sögn þyrfti að út­kljá það mál hverj­ir eru jafn­vaeg­is­raun­vext­irn­ir. Það er mjög flók­ið úr­lausn­ar­efni,“nefndi hann.

Að­spurð­ur tók Már einnig fram á fund­in­um að sterk hag­fra­eði­leg rök vaeru fyr­ir því að hafa kostn­að vegna húsna­eðis inni í vísi­tölu sem not­uð er við beit­ingu verð­bólgu­mark­miðs bank­ans. Haegt vaeri að taka húsna­eðis­lið­inn út en það vaeri eins og að „henda barn­inu út með bað­vatn­inu“. Ein af til­lög­um nefnd­ar­inn­ar var að verð­bólgu­mark­mið­ið und­an­skildi húsna­eðisverð.

Már Guð­munds­son seðla­banka­stjóri.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.