Stóð Al­þingi á haus í röngu máli?

Fréttablaðið - - SKOÐUN - Ole Anton Bielt­vedt al­þjóð­leg­ur kaup­sýslu­mað­ur –

Ísíð­ustu viku gekk mik­ið á á Al­þingi vegna frum­varps rík­is­stjórn­ar­inn­ar um laekk­un veiði­gjalda. Sner­ist mál­ið um 2-3 millj­arða, sem létta átti af út­gerð­inni, einkum til hjálp­ar minni fyr­ir­ta­ekj­um.

Þar sem staerri fyr­ir­ta­eki í sjáv­ar­út­vegi eru rík og öfl­ug, var þessi hug­mynd og til­laga rík­is­stjórn­ar – að la­ekka veiði­gjöld yf­ir lín­una – auð­vit­að út í hött, og við­brögð stjórn­ar­and­stöð­unn­ar skilj­an­leg.

Þeg­ar þetta deilu­mál er skoð­að, lít­ur það svona út: Deilt var um 2-3 millj­arða, hvort þeir aettu að fara til út­gerð­ar­inn­ar, í formi af­slátt­ar, eða til rík­is­ins, í formi óbreyttra veiði­gjalda. Í báð­um til­vik­um hefði féð far­ið til eyðslu eða fjár­fest­ing­ar – varla sparn­að­ar – á veg­um út­gerð­ar eða rík­is hér inn­an­lands.

Á sama tíma hefði spurn­ing­in um það, hvort end­an­lega aetti að leyfa Hval hf. að fara í nýj­ar lang­reyð­ar­veið­ar, átt að vera sterk­lega á dag­skrá, en veið­ar skyldu hefjast 10. júní.

En þessu mörg­um sinn­um staerra og þýð­ing­ar­meira máli fyr­ir land og þjóð, en veiði­gjalda­mál­ið – var þó vart gaum­ur gef­inn. Nán­ast eng­inn áhugi, hvað þá þing­tími fyr­ir það.

En, um hvað snýst lang­reyða­mál­ið?

Ferða­mennska er nú langsta­ersti og þýð­ing­ar­mesti at­vinnu­veg­ur lands­ins. 43% gjald­eyristekna koma úr ferða­þjón­ustu og 25-30.000 manns vinna við hana. Tekj­ur af ferða­þjón­ust­unni í fyrra voru 500 millj­arð­ar.

Á sama tíma er mönn­um víða um heim orð­ið ljóst, að við eig­um ekki nema þessa einu jörð, og, að við er­um bú­in að ganga heift­ar­lega á líf­ríki henn­ar – dýr, nátt­úru, jarð­veg, loft og lög.

Í vax­andi maeli líta menn til þess­ara stað­reynda við val sitt á vör­um – ekki sízt mat­vael­um – en þetta gild­ir líka um val á ákvörð­un­ar­stað fyr­ir sum­ar­leyfi og önn­ur frí.

Ráða vist­ra­en sjón­ar­mið; virð­ing við dýr, nátt­úru og líf­rík­ið hjá þeim, sem heimsa­ekja skal? Ef ekki, strika marg­ir yf­ir slík­an ákvörð­un­ar­stað.

Lang­reyð­ur­in er naest­sta­ersta spen­dýr jarð­ar, há­þró­uð dýra­teg­und, sem lif­ir sam­an í fjöl­skyld­um – dýr­in kenna hvert öðru, gleðj­ast og hryggj­ast sam­an, rétt eins og við – og verða 90-100 ára.

Hún er á lista IUCN yf­ir dýr í út­rým­ing­ar­haettu, og eru flest ríki jarð­ar, um 190, að­il­ar að CITESsátt­mál­an­um, sem bann­ar verzl­un með eða flutn­ing á hvala­af­urð­um í lög­sögu þeirra. Sala á hvala­af­urð­um er því nán­ast ómögu­leg.

Þetta vita menn í hinum vestra­ena heimi. And­úð og mót­staða við hval­veið­ar – ekki sízt veið­ar á lang­reyði, sem eng­in önn­ur þjóð stund­ar – er því mik­il og skiln­ing­ur á veið­um eng­inn.

Þetta fólk ger­ir ekk­ert með það, þó Ha­fró segi mönn­um hér, að það sé nóg af lang­reyði hér á sumr­in, held­ur ekki með það, að lang­reyð­ur­in eigi að vera „ís­lenzk auð­lind“, enda veit það, að hval­ir faeð­ast flest­ir við Vest­ur-Afríku, flakka svo um heims­höf­in og eru því ekki „auð­lind“eins eða neins.

Og, hvað með veiði­að­ferð­ina?

Hvað mynd­um við segja, ef Afríku­bú­ar eltu uppi fíla, gír­affa og sebra­hesta á skutultrukk­um, skytu dýr­in með kað­alskutli og dra­egju þau svo um holt og haeð­ir, hálf dauð og hálf lif­andi, öskr­andi af kvöl­um með stálkló skutuls taet­andi inn­yfli, líffa­eri, vöðva og hold dýr­anna, og murkandi úr þeim líf­ið?

Marg­ur mað­ur­inn, beggja vegna Atlants­hafs, lít­ur ná­kvaemlega svona á hval­veið­arn­ar, enda eru þa­er eins, nema fram­kvaemd­ar á sjáv­ar­spen­dýr­um, í stað land­spen­dýra.

Fyr­ir­hug­að­ar nýj­ar veið­ar á lang­reyði vaeru því eit­ur í bein­um margs ferða­manns­ins, og það með réttu. Þúsund­ir manna myndu setja rauð­an kross á Ís­land í sín­um ferða­plön­um.

Þótt sam­drátt­ur í ferða­þjón­ustu yrði ekki nema 5% vegna fyr­ir­hug­aðra lang­reyð­ar­veiða, jafn­gilti það tekjutapi upp á 25 millj­arða fyr­ir þjóð­ina á ári. Þess­ar tekj­ur vaeru inn­fla­eði inn í þjóð­ar­bú­ið, ekki velta inn­an þess. Tíu sinn­um meira fé en það sem veiði­gjalda­deil­an sner­ist um.

Er þá skaði á ímynd og aeru Ís­lend­inga er­lend­is ótal­inn.

Þó sam­drátt­ur í ferða­þjón­ustu yrði ekki nema 5% vegna fyr­ir­hug­aðra lang­reyða­veiða, jafn­gilti það tekjutapi upp á 25 millj­arða fyr­ir þjóð­ina á ári. Þess­ar tekj­ur vaeru inn­fla­eði inn í þjóð­ar­bú­ið, ekki velta inn­an þess. 10 sinn­um meira fé, en það sem veiði­gjalda­deil­an snér­ist um.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.