Þró­un­ar­sam­vinna – við get­um bet­ur

Fréttablaðið - - SKOÐUN -

Bjarni Gísla­son fram­kvaemda­stjóri Hjálp­ar­starfs kirkj­unn­ar Erna Reyn­is­dótt­ir fram­kvaemda­stjóri Barna­heilla, Sa­ve the Children á Íslandi Krist­ín S. Hjálm­týs­dótt­ir fram­kvaemda­stjóri Rauða kross­ins á Íslandi Lauf­ey Birg­is­dótt­ir fram­kvaemda­stjóri ABC barna­hjálp­ar Ragn­ar Gunn­ars­son fram­kvaemda­stjóri Sam­bands ís­lenskra kristni­boðs­fé­laga Ragn­ar Schram fram­kvaemda­stjóri SOS Barna­þorp­anna Stella Samú­els­dótt­ir fram­kvaemda­stýra UN Women á Íslandi

Upp­haf þró­un­ar­sam­vinnu má rekja aft­ur til eft­ir­stríðs­ára seinni heims­styrj­ald­ar þeg­ar byggja þurfti Evr­ópu upp að nýju. Al­þjóða­bank­inn var stofn­að­ur auk þess sem Sa­mein­uðu þjóð­irn­ar voru stofn­að­ar ár­ið 1945. Mars­hall-að­stoð­in frá Banda­ríkj­un­um skipti upp­bygg­ingu Evr­ópu gríð­ar­lega miklu máli og Ís­land fann svo sann­ar­lega fyr­ir því. Ís­land þáði Mars­hall-að­stoð­ina, þró­un­ar­að­stoð, í kjöl­far seinni heims­styrj­ald­ar­inn­ar og skaust í raun þar með inn í nú­tím­ann. Um miðj­an 8. ára­tug síð­ustu ald­ar hóf Ís­land síð­an að gefa til baka og fór að veita öðr­um ríkj­um efna­hags- og þró­un­ar­að­stoð í stað þess að vera þiggj­andi.

Stefn­ur og straum­ar í þró­un­ar­sam­vinnu hafa breyst og þró­ast síð­an eft­ir stríð. Í dag er rík krafa um að þró­un­ar­lönd sem þiggja að­stoð hafi hlut­deild í að­stoð­inni og beri ábyrgð á fram­kvaemd henn­ar en rík­in sem veita þró­un­ar­að­stoð séu að­eins til að­stoð­ar. Það er heima­fólk sem veit best hvað þarf til að ástand­ið batni, hvar að­stoð­ar er helst þörf og hvernig sé best að inn­leiða hana í sam­fé­lag­ið. Þar hafa frjáls fé­lag­sam­tök af­ar mik­ilvaegu hlut­verki að gegna vegna teng­ing­ar við gras­rót­ina og þekk­ing­ar á inn­við­um þeirra sam­fé­laga sem í hlut eiga hverju sinni.

Ís­land er smáríki í hefð­bundn­um skiln­ingi. En með al­þjóð­legu sam­starfi hef­ur Ís­land rödd á al­þjóða­vett­vangi, við er­um að­il­ar að Sa­mein­uðu þjóð­un­um auk fleiri al­þjóða­sam­taka og á þeim vett­vangi höf­um við oft sama at­kvaeð­avaegi og stór­þjóð­ir. Við get­um ver­ið boð­ber­ar breyt­inga til hins betra og í því sam­bandi má nefna áherslu Ís­lands á kynja- og jafn­rétt­is­mál sem svo sann­ar­lega hef­ur haft áhrif víðs veg­ar um heim­inn og ver­ið öðr­um þjóð­um hvatn­ing til að taka skref í átt að meira jafn­rétti.

Í dag geng­ur margt eða flest vel á Íslandi. Það hef­ur þó ekki alltaf ver­ið þannig. Á Íslandi var barnadauði lengi vel með haesta móti, for­feð­ur okk­ar og maeð­ur upp­lifðu sára­fá­ta­ekt, dóu úr laekn­an­leg­um sjúk­dóm­um, flýðu hér sult og seyru til annarra landa og bjuggu sér og af­kom­end­um sín­um betra líf. Kannski ekk­ert ósvip­að og fjölda­mörg önn­ur ríki eru að upp­lifa í sam­tím­an­um.

Með aukn­um sam­göng­um, sam­vinnu við önn­ur ríki og al­þjóða­kerfi, sem smáríki á borð við Ís­land byggja hagsa­eld sína á að veru­legu leyti, hef­ur hag­ur okk­ar vaenkast. Al­þjóða­kerfi sem ger­ir fá­menn­um ríkj­um á borð við Ís­land kleift að hafa rödd og taekifa­eri til að tala fyr­ir baett­um og breytt­um heimi. Þá orðra­eðu get­ur Ís­land byggt á þeim gild­um sem við vilj­um kenna okk­ur við og ekki síst sam­hjálp sem stuðl­ar að ör­ugg­ari heimi og dreg­ur úr fá­ta­ekt og óstöð­ug­leika.

Þurf­um að ná mark­mið­inu

Um nokk­urra ára­tuga skeið hafa ís­lensk stjórn­völd stutt markmið Sa­mein­uðu þjóð­anna þess efn­is að efna­meiri þjóð­ir láti 0,7% af verg­um þjóð­ar­tekj­um renna til að­stoð­ar við fá­ta­ek­ari ríki með það að mark­miði að byggja þar upp stöð­ug­leika og sjálf­ba­erni. Stöð­ug­leika og sjálf­ba­erni sem myndi stuðla að því að koma í veg fyr­ir styrj­ald­ir, sára­fá­ta­ekt og draga stór­lega úr fjölda flótta­fólks sem á það flest sam­eig­in­legt að vilja vera heima hjá sér en geta það ekki vegna of­beld­is, átaka og sára­fá­ta­ekt­ar. Þótt Ís­land sé smáríki og fram­lag okk­ar þjóð­ar muni ekki eitt og sér koma á stöð­ug­leika og friði um gjörv­alla ver­öld þá get­ur Ís­land, sem fyrr seg­ir, ver­ið öðr­um ríkj­um fyr­ir­mynd og til eft­ir­breytni.

Eitt skref var ný­lega tek­ið fram á við þeg­ar ís­lensk stjórn­völd lögðu til haekk­un á fram­lög­um Ís­lands til þró­un­ar­mála úr áa­etl­uð­um 0,25% af verg­um þjóð­ar­tekj­um á naestu ár­um upp í 0,35%. Þrátt fyr­ir þetta fram­fara­skref er enn mjög lang­ur veg­ur frá því að við ná­um 0,7% mark­miði SÞ. Þang­að vilj­um við kom­ast og því þurf­um við sem þjóð að sam­ein­ast um áa­etlan­ir sem miða að því að ná þessu mark­miði.

Höf­um hátt og töl­um fyr­ir friði, mann­rétt­ind­um, auk­inni sam­vinnu og þró­un­ar­sam­vinnu og fá­um staerri ríki í lið með okk­ur. Töl­um gegn kyn­bundnu og kyn­ferð­is­legu of­beldi heima og að heim­an. Ís­land hef­ur rödd á al­þjóða­vett­vangi. Nýt­um hana og sýn­um að smárík­ið Ís­land get­ur ver­ið öðr­um ríkj­um fyr­ir­mynd þeg­ar kem­ur að al­þjóð­legri þró­un­ar­sam­vinnu sem stuðl­ar að friði, ör­yggi, velsa­eld og þar með faerra fólki sem neyð­ist til að flýja heim­kynni sín vegna fá­ta­ekt­ar eða stríðs­átaka.

Höf­um hátt og töl­um fyr­ir friði, mann­rétt­ind­um, auk­inni sam­vinnu og þró­un­ar­sam­vinnu og fá­um staerri ríki í lið með okk­ur.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.