Stefn­ir í „spít­ala göt­unn­ar“?

Fréttablaðið - - SKOÐUN - Óli Stef­áns Run­ólfs­son renn­ismið­ur og eft­ir­launa­þegi

Bíll­inn „Ragn­heið­ur“hef­ur ver­ið á ferð á göt­um Reykja­vík­ur til að þjón­usta fíkni­efna­neyt­end­ur til að koma í veg fyr­ir frek­ari smit vegna marg­nota sprauta sem fíkni­efna­not­end­ur gjarn­an nota. Svo hef­ur heyrst að ef lög­regl­an yrði með lyf í sín­um vörsl­um gaeti það orð­ið til bjarg­ar í sum­um til­fell­um þar sem hún yrði köll­uð til ein­hverra í neyð. Alltaf er gott að geta að­stoð­að þá sem eru í nauð­um stadd­ir. Fari sem horf­ir verð­ur þörf­in fyr­ir að­stoð alltaf meiri og meiri. Fólki fjölg­ar og haett við að fleiri verði í neyð. Sam­fara því vex kostn­að­ur. Það þarf að faekka þeim sem þurfa á „spít­ala göt­unn­ar“að halda.

Það þarf að ráð­ast að rót­um vand­ans. Koma í veg fyr­ir að fólk ánetj­ist fíkni­efn­um. Er eitt­hvað í þjóð­fé­lag­inu sem ýt­ir fólki út í efna­neyslu? Eitt­hvað í þjóð­fé­lag­inu sem ein­stak­ling­ur­inn raeð­ur ekki við, sem veld­ur því að hann fer út í neyslu?

Það ber tölu­vert á streitu í þessu þjóð­fé­lagi. Keppni um völd og gra­eðgi er mik­il. Sum­um vegn­ar bet­ur en öðr­um, oft vegna kunn­ings­skap­ar, hjá þess­ari fá­mennu þjóð. Það er alltaf ver­ið að deila um skipt­ingu „þjóð­ar­kök­unn­ar“, sum­ir telja sig fá of lít­ið mið­að við aðra, en það aetti að vera grunnkrafa að all­ir fái fyr­ir grunn­þörf­um. Það er mun­ur á að sum­ir fá 2-3 millj. í laun á mán­uði (marg­ir með mik­ið meira), en aðr­ir um þrjú hundruð þús­und á mán­uði. Þjóð­fé­lag okk­ar er sjúkt og þörf er breyt­inga. Það þarf mik­ið átak til að ráð­ast að rót­um vand­ans, en það þarf að gera, ann­ars magn­ast vand­inn sem líkja maetti við snjó­bolta sem velt­ur áfram og hleð­ur sí­fellt á sig og staekk­ar. Það má víða finna ásta­eð­ur þess í þjóð­fé­lag­inu að fólk mis­stíg­ur sig á braut­um lífs­ins.

Það má víða finna ásta­eð­ur þess í þjóð­fé­lag­inu að fólk mis­stíg­ur sig á braut­um lífs­ins.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.