Op­in­bert einelti hjá Hafn­ar­fjarð­ar­bae?

Fréttablaðið - - SKOÐUN - Gunn­laug­ur Stef­áns­son Hey­döl­um í Breið­dal

Ívik­unni hófst Vinnu­skól­inn í Hafnar­firði. Þar eiga að vera boðn­ir vel­komn­ir all­ir ung­ling­ar sem eru á fjór­tánda ári og eru að stíga sín fyrstu spor á vinnu­mark­að­in­um. Þetta eru tíma­mót, vekja með ung­ling­un­um eft­ir­vaent­ingu og skrá dýrma­eta minn­ingu. En ekki fyr­ir alla þeg­ar á reyn­ir.

Son­ar­son­ur minn á þess­um aldri, sem er hreyfi­haml­að­ur í hjóla­stól, fékk þau skila­boð frá hafn­firska stjórn­sýslu­kerf­inu, að hann vaeri ekki vel­kom­inn al­veg strax, skyldi bíða heima, en hafa sam­band og at­huga hvernig stað­an verði eft­ir helg­ina. Fót­frár tví­bura­bróð­ir hans fékk aft­ur á móti skila­boð frá kerf­inu hálf­um mán­uði áð­ur en vinn­an hófst, að hann vaeri strax vel­kom­inn.

Nú hef­ur kerf­is­sýsl­an í Hafnar­firði haft all­an vet­ur­inn til að und­ir­búa Vinnu­skól­ann. En gleymt að gera ráð fyr­ir að í baen­um búa líka hreyfi­haml­að­ir ung­ling­ar í hjóla­stól. Ör­fá­ir ein­stak­ling­ar skipta lík­lega engu máli fyr­ir op­in­bert kerfi, sér­stak­lega ef þeir eiga við fötl­un að stríða. Það snert­ir samt og sa­er­ir við­kvaemt barns­hjart­að sem hef­ur lengi hlakk­að til að fara á vinnu­mark­að­inn og fylgja jafn­öldr­um sín­um í lífi og leik.

Er ekki tíma­ba­ert að kerf­ið átti sig á að hér á fólk hlut að máli með til­finn­ing­ar og þrár? Von­andi gild­ir það víð­ast fyr­ir fólk­ið í land­inu. En ekki í stjórn­sýsl­unni hjá Hafn­ar­fjarð­ar­bae gagn­vart hreyfi­höml­uð­um ung­ling­um í hjóla­stól. Gaeti það kall­ast op­in­bert einelti?

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.