Sendi­herra vill að sín­ir menn fái vald yf­ir orku­mál­um á Íslandi

Fréttablaðið - - SKOÐUN - Har­ald­ur Ólafs­son formað­ur Heims­sýn­ar

Sendi­herra Evr­ópu­sam­bands­ins, Michael Mann, skrif­ar um orku­lög­gjöf í Frétta­blað­ið 7. júní sl. Sendi­herr­ann legg­ur áherslu á að allt í svo­köll­uð­um þriðja orku­laga­bálki Evr­ópu­sam­bands­ins sé til hinna mestu hags­bóta og valda­framsal frá stjórn­völd­um á Íslandi til sinna manna sé ósköp lít­ið, eig­in­lega ekki neitt. Nógu mik­ið er það samt til að sendi­herr­an­um er í mun að mál­ið nái fram að ganga á Al­þingi.

Hér er því fyrst að svara að valda­framsal er valda­framsal, þótt faera megi fyr­ir því rök að það gaeti ver­ið meira en það er. Marg­ir litl­ir skammt­ar gera stór­an bita, og þeg­ar bú­ið er að faera hluta valds­ins til út­landa, er við­bú­ið, að upp komi álita­mál um hver mörk fram­seldra vald­heim­ilda eru. Í svo­leið­is deilu úr­skurð­ar Evr­ópu­sam­band­ið sjálft, ekki yf­ir­vald á Íslandi. Eng­inn get­ur svar­að því hvaða af­leið­ing­ar valda­framsal­ið get­ur haft þeg­ar til lengri tíma er lit­ið.

Orku­verð mun haekka

Sendi­herr­ann seg­ir að meg­in­til­gang­ur orku­bálks­ins sé að veita neyt­end­um ódýra og ör­ugga orku. Það á ef til vill við um neyt­end­ur í Evr­ópu­sam­band­inu, en ekki á Íslandi. Eng­um vafa er und­ir­orp­ið að orku­verð á Íslandi mun haekka mjög mik­ið dag­inn sem saestreng verð­ur stung­ið í sam­band. Svo vill reynd­ar til að saestreng­ur milli Ís­lands og Bret­lands er ein­mitt á kerf­isáa­etl­un Evr­ópu­sam­bands­ins og vita­skuld er aetl­ast til að þeir sem eigi að­ild að áa­etl­un fram­fylgi henni. Lík­lega veit full­trúi Evr­ópu­sam­bands­ins á Íslandi þetta allt sam­an, því hann tek­ur á sig krók til að til­kynna að Bret­land sé á leið úr Evr­ópu­sam­band­inu og ein­mitt þess vegna sé ekk­ert að ótt­ast þótt saestreng­ur verði lagð­ur til Bret­lands.

Því er til að svara að raf­orku­við­skipti munu halda áfram á milli Bret­lands og meg­in­lands Evr­ópu og eng­inn veit hvort Skot­land eða Eng­land verða í Evr­ópu­sam­bandi eft­ir tvö eða tíu ár. Snúra til Ír­lands sem er ekki á leið úr Evr­ópu­sam­band­inu yrði auk þess að­eins litlu lengri en snúra til Skot­lands. Ef og þeg­ar teng­ing af þessu tagi kemst á verð­ur of seint að iðr­ast þess að hafa, full­kom­lega að nauð­synja­lausu, af­sal­að sér stjórn­vald­inu úr landi til er­lends ríkja­sam­bands. Ekki sak­ar í þessu sam­hengi að rifja upp að hér er um að raeða sama ríkja­sam­band sem reyndi af al­efli að knýja Ís­lend­inga til að sam­þykkja fjár­kröfu sem nam hálf­um öðr­um rík­is­fjár­lög­um fyr­ir ör­fá­um ár­um síð­an.

Það vill þetta eng­inn

Sendi­herr­ann gleðst yf­ir því að ráð­gjafi ráð­herra orku­mála á Íslandi, fyrr­ver­andi fram­kvaemda­stjóri hjá ESA, skuli vera hon­um sam­mála. Í því sam­bandi ber að rifja upp að lands­fund­ur flokks ráð­herr­ans sam­þykkti í mars sl. ein­dregna yf­ir­lýs­ingu gegn frek­ara framsali yf­ir­ráða yf­ir ís­lensk­um orku­mál­um. Um það bil all­ir kjós­end­ur sama flokks eru and­víg­ir framsali valds í orku­mál­um til út­landa, sem og stór meiri­hluti kjós­enda þeirra flokka sem finnst Evr­ópu­sam­band­ið vera áhuga­verð­ur kost­ur.

Svo mik­ill vafi leik­ur á lög­ma­eti valda­framsals­ins í þriðja orku­laga­bálki Evr­ópu­sam­bands­ins og svo mik­il er and­staða Ís­lend­inga við valda­framsal í orku­mál­um að varla verð­ur hjá því kom­ist að leita fullting­is dóm­stóla eða for­seta Ís­lands til að hrinda lög­un­um, fari svo óga­efu­lega að þau verði sam­þykkt á Al­þingi.

Sendi­herr­ann seg­ir að meg­in­til­gang­ur orku­bálks­ins sé að veita neyt­end­um ódýra og ör­ugga orku. Það á ef til vill við um neyt­end­ur í Evr­ópu­sam­band­inu, en ekki á Íslandi.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.