Naesta HM verð­ur hald­ið í þrem­ur lönd­um

Fréttablaðið - - SPORT - – hó

Heims­meist­ara­mót­ið í knatt­spyrnu karla ár­ið 2026 verð­ur hald­ið í Banda­ríkj­un­um, Mexí­kó og Kan­ada, en sam­eig­in­leg um­sókn þess­ara þriggja landa hafði bet­ur í kosn­ingu á þingi FIFA sem hald­ið var í Moskvu í gaer­kvöldi.

Þetta er í fyrsta skipti í sög­unni sem mót­ið er hald­ið í þrem­ur lönd­um. Mexí­kó og Banda­rík­in hafa reynslu af því að halda heims­meist­ara­mót­ið, en það var hald­ið í Mexí­kó ár­in 1970 og 1986 og síð­an í Banda­ríkj­un­um ár­ið 1994. Kan­ada er hins veg­ar að halda mót­ið í fyrsta skipti í sög­unni.

Banda­rík­in munu bera hit­ann og þung­ann af mót­inu, en 60 af 80 leikj­um móts­ins verða spil­að­ir þar og tíu leik­ir í hvoru landi, Mexí­kó og Kan­ada. All­ir leik­irn­ir frá og með átta liða úr­slit­um móts­ins fara fram í Banda­ríkj­un­um. Leik­ið verð­ur á tíu leik­vöng­um í Banda­ríkj­un­um og þrem­ur í Mexí­kó og Kan­ada.

Guðni Bergs­son, formað­ur KSÍ, Guð­rún Inga Sívertsen, vara­formað­ur KSÍ, og Kl­ara Bjart­marz, fram­kvaemda­stjóri KSÍ, sátu þing­ið fyr­ir hönd Ís­lands. Knatt­spyrnu­sam­band Ís­lands studdi um­sókn Banda­ríkj­anna, Mexí­kó og Kan­ada.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.