Sápuópera skömmu fyr­ir fyrsta leik­inn

Fréttablaðið - - SPORT - – hó

Uppþot varð hjá spa­enska karla­lands­lið­inu í knatt­spyrnu tveim­ur dög­um fyr­ir fyrsta leik liðs­ins á Heims­meist­ara­mót­inu í Rússlandi. For­ráða­menn spa­enska knatt­spyrnu­sam­bands­ins voru af­ar ósátt­ir við að Ju­len Lope­tegui fór á bak við þá með því að gera sam­komu­lag við Real Ma­drid um að taka við karla­liði fé­lags­ins eft­ir að heims­meist­ara­mót­inu lýk­ur.

Lope­tegui sem hafði ný­ver­ið fram­lengt samn­ing sinn við spa­enska knatt­spyrnu­sam­band­ið lét for­ráða­menn sam­bands­ins ekki vita af áform­um sín­um um að haetta störf­um sem þjálf­ari Spán­verja og ger­ast knatt­spyrn­u­stjóri Real Ma­drid í júlí. Spa­enska knatt­spyrnu­sam­band­ið beið ekki boð­anna og lét hann taka pok­ann sinn þrátt fyr­ir það hversu stutt er í fyrsta leik á heims­meist­ara­mót­inu.

Al­bert Cela­des, sem stýrði spa­enska U-21 árs lands­lið­inu og var í þjálf­arat­eymi A-lands­liðs­ins, og Fern­ando Hierro, sem var starfs­mað­ur spa­enska knatt­spyrnu­sam­bands­ins, munu stýra spa­enska lið­inu á heims­meist­ara­mót­inu. Cela­des og Hierro eru báð­ir fyrr­ver­andi lands­liðs­menn Spán­ar, en Hierro var fyr­ir­liði liðs­ins um nokk­urt skeið.

Spánn er með ná­grönn­um sín­um, Portúgal og Marokkó, og Ír­an í riðli, en lið­ið maet­ir Portúgal í fyrsta leik sín­um á mót­inu á morg­un.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.