Ferð sem hófst fyr­ir ell­efu mán­uð­um end­aði vel

Það var ána­egju­leg­ur söfn­uð­ur sem kom úr sum­ar­ferð Ás­kirkju­sókn­ar til Eyja síð­asta sunnu­dag. Lagt var upp fyr­ir 11 mán­uð­um en vegna mistaka missti hóp­ur­inn af Herjólfi þá.

Fréttablaðið - - TÍMAMÓT - Gun@fretta­bla­did.is

Sex­tíu manna hóp­ur í Safn­að­ar­fé­lagi Ás­kirkju í Reykja­vík fór í vel heppn­aða dags­ferð til Vest­manna­eyja 10. júní. Það var til­raun hans núm­er tvö til að stíga þar á land, sa­ekja messu í hinni alda­gömlu Landa­kirkju og upp­lifa töfra Eyj­anna. Hún heppn­að­ist full­kom­lega.

Fyrri til­raun­in sem gerð var 9. júlí í fyrra mistókst vegna þess að bók­un hjá rútu­fyr­ir­ta­ek­inu Skybus týnd­ist. Það gerði þó sitt besta til að redda mál­um en brott­för seink­aði, bíll­inn var haeggeng­ur og Herjólf­ur ný­bú­inn að leysa land­fest­ar þeg­ar hóp­ur­inn maetti í Land­eyja­höfn.

Nú gáfu baeði fyr­ir­ta­ek­in, Skybus og Herjólf­ur, safn­að­ar­fé­lag­inu far­gjöld­in og baettu þátt­tak­end­um þannig upp von­brigð­in í fyrra á höfð­ing­leg­an hátt, að sögn Petr­eu Ómars­dótt­ur, for­manns Safn­að­ar­fé­lags Ás­kirkju.

Ég var svo glöð í hjarta mínu þeg­ar ég kom heim.

„Da­em­ið gekk full­kom­lega upp í þetta sinn og all­ir lögð­ust á eitt til að ferð­in yrði sem ynd­is­leg­ust fyr­ir okk­ur. Við feng­um full­komna rútu á rétt­um tíma, frá­ba­ert við­mót bíl­stjóra, nota­lega sigl­ingu, gott veð­ur og af­bragðs við­tök­ur og mat á Slippn­um. Prest­ur­inn okk­ar, hann séra Sig­urð­ur Jóns­son, var far­ar­stjóri eins og venju­lega og í Eyj­um tók séra Við­ar Stef­áns­son, prest­ur í Eyj­um, á móti okk­ur og sagði okk­ur frá stað­hátt­um þeg­ar við rúnt­uð­um þar um á rút­unni.“

Petrea seg­ir guðs­þjón­ustu fast­an lið í sum­ar­ferð­um sókn­ar­barna Ás­kirkju, þar skiptu séra Sig­urð­ur og heima­prest­ur á áfanga­staðn­um jafn­an með sér verk­um. Auk mess­unn­ar og mat­ar­ins hafi hóp­ur­inn not­ið hinn­ar áhrifa­miklu sýn­ing­ar í Eld­heim­um áð­ur en hann lagði í hann aft­ur upp á fasta land­ið.

„Ég var svo glöð í hjarta mínu þeg­ar ég kom heim,“seg­ir Petrea. „All­ir voru svo sátt­ir.“

MYND/GUN

Hóp­ur­inn alsa­ell við heim­kom­una eft­ir vel heppn­aða ferð.

MYND/JÓHANNA FRIÐRIKSDÓTTIR

Kenni­menn­irn­ir Við­ar Stef­áns­son, Fjalarr Sig­ur­jóns­son og Sig­urð­ur Jóns­son. Fjalarr var með­al far­þega, hann er elsti núlif­andi prest­ur lands­ins.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.