Að rölta um og njóta

Fréttablaðið - - MENNING - Höf­und­ar: Svein­björg Þór­halls­dótt­ir, Stein­unn Ket­ils­dótt­ir og Jóní Jóns­dótt­ir Útlit: Eva Signý Ber­ger ásamt höf­und­um. Hljóð­heim­ur: Áskell Harð­ar­son Sesselja G. Magnús­dótt­ir

DANS – MYND­LIST Atóm­stjarna

Lista­menn/Flytj­end­ur: Anna Kolfinna Kur­an, Di­ana Rut Krist­ins­dótt­ir, Erla Rut Mat­hiesen, Ingv­ar E. Sig­urðs­son, Saga Sig­urð­ar­dótt­ir Sigrún Guð­munds­dótt­ir, Sig­urð­ur Andre­an Sig­ur­geirs­son og Vé­dís Kjart­ans­dótt­ir.

Eitt af því sem lista­menn gera er að skapa upp­lif­un í tíma og rúmi sem við áhorf­end­ur þiggj­um til að upp­lifa eitt­hvað nýtt. Í mynd­list­inni er hið hefð­bundna form þannig að njót­and­an­um er boð­ið að maeta kyrr­sta­eðri list í rými sem að­eins vakn­ar til lífs­ins við það að hann geng­ur um og skoð­ar það sem fyr­ir aug­un ber. Á hefð­bund­inni dans­sýn­ingu er njót­and­an­um boð­ið að sitja kyrr úti í sal á með­an list­in birt­ist hon­um á hreyf­ingu á svið­inu. Í fyrra til­fell­inu er þögn­in alls­ráð­andi en í því seinna held­ur tón­list­in ut­an um áhorf­end­ur þar sem þeir sitja í myrkr­inu og örv­ar skynj­un þeirra á því sem fyr­ir augu ber.

Á sýn­ing­unni Atóm­stjarna sem frum­sýnd var í ný­upp­gerð­um Ás­mund­ar­sal föstu­dag­inn 8. júní 2018, sem hluti af Lista­há­tíð Reykja­vík­ur, renna mynd­list­in og dans­inn sam­an í eitt. Áhorf­end­um er boð­ið að ganga um allt hús­ið til að berja aug­um kyrr­sta­eða mynd­list, stutt­ar dans­sen­ur og víd­eó­verk í faðmi fag­urs arki­tekt­úrs. Sterk­ur hljóð­heim­ur fyll­ir hús­ið og held­ur ut­an um ferða­langa. Í hverju rými ber eitt­hvað nýtt fyr­ir augu; liti og ljós, lík­ama á hreyf­ingu og for­vitni­leg­ar krukk­ur sem við fyrstu sýn virð­ast inni­halda skraut­lega lík­ams­parta í formalíni.

Til við­bót­ar því að hvert rými hafði sinn eig­in stíl þá var fram­vinda í því sem gerð­ist. Það fór eft­ir því hvaða leið var far­in í gegn­um rým­in hvað þar var að sjá. Hljóð­heim­ur­inn var þó alltaf sam­ur sama hvar í hús­inu mað­ur var stadd­ur.

Verk­ið fór fram í öllu hús­inu og í garðinum fyr­ir ut­an. Um þetta svaeði gátu áhorf­end­ur geng­ið á eig­in for­send­um og val­ið sína leið í gegn­um sal­ina. Það að fá að hreyfa sig um rým­ið, stoppa stutt eða lengi, sitja eða standa, fylgja hópn­um eð­ur ei, gaf aðra og rík­ari upp­lif­un af dans­brot­un­um held­ur en ef þau hefðu far­ið fram á hefð­bundnu sviði. Að ganga um mynd­list­ar­sýn­ingu með tónlist eða hljóð­heim í kring­um sig gaf líka sterk­ari stemn­ingu en þeg­ar geng­ið er um sýn­ing­ar í þögn. Það var ljúft að rölta um vist­ar­ver­ur safns­ins, staldra við á mis­mun­andi stöð­um og njóta þess sem fram fór.

Á und­an­förn­um ár­um hef­ur gjörn­inga­form sem þetta orð­ið al­geng­ara. Það hef­ur þó ekki mik­ið ver­ið not­að í dans­in­um hér á landi og gam­an var að sjá Svein­björgu og Stein­unni fara inn á þess­ar lend­ur. Nánd­in við lista­menn­ina/flytj­end­urna var mik­il enda deildu flytj­end­ur og njót­end­ur rými án sýni­legra hindr­ana. Það þarf reynslu og styrk til að sýna í svo mik­illi nála­egð við áhorf­end­ur, ekki síst þeg­ar nekt er þátt­ur í flutn­ingn­um. Lista­menn­irn­ir réðu vel við það.

Fyrsta klukku­tíma verks­ins gekk mað­ur um ganga full­ur lotn­ing­ar. Í hverju rými maetti manni mann­vera eða mann­ver­ur í haeg­um og seið­andi hreyf­ing­um eða fal­leg víd­eó­verk. Stemn­ing­in var lág­stemmd og seið­andi, tón­list­in slak­andi og allt sem gert var vakti nota­leg­heit. Sumt, eins og samspil Sigrún­ar Guðmundsdóttur og Ingvars Sigurðssonar í kaffistofunni og garðinum, kallaði fram smá kökk í hálsinn og hell­ir­inn þar sem barns­haf­andi lík­ami hafði bú­ið sér hvílu hafði slík áhrif að mann lang­aði helst að skríða þang­að inn og kúra.

Útlit rým­is­ins og bún­ing­arn­ir höfðu líka ró­andi áhrif. Lit­irn­ir í bún­ing­un­um voru hlý­ir en sýn­end­urn­ir kla­edd­ust dröpp­uð­um heil­göll­um og voru með rós­rauð­leit­ar flétt­ur og gra­en­leit­ar grím­ur fyr­ir and­lit­un­um. Gall­arn­ir lágu þétt að líköm­un­um svo að lín­urn­ar sáust vel. All­ar hreyf­ing­ar voru mjúk­ar og haeg­ar. Samspil list­grein­anna mynd­list­ar, dans og tón­list­ar var áreynslu­laust. Verk­ið mynd­aði eina fal­lega heild fyr­ir not­end­ur að ferð­ast um, undr­ast og njóta.

Eft­ir að hafa skoð­að alla króka og kima (að ég hélt) var und­ir­rit­uð leidd nið­ur í kjall­ara­her­bergi þar sem var að finna mynd­bands­verk öllu há­vaer­ara og ágeng­ara en ann­að sem á und­an var geng­ið. Þeg­ar hún kom það­an aft­ur hafði stemn­ing­in í hús­inu breyst. Tón­list­in var orð­in takt­fast­ari og há­vaer­ari. Ver­ið var að skipta um mynd­bönd í kaffistofunni og setja lit­sterk og óra­eð mynd­list­ar­verk þar sem áð­ur höfðu ver­ið kyrr­lát mynd­bands­verk sem sýndu lista­menn­ina/flytj­end­urna í hús­inu á með­an enn var ver­ið að gera það upp. Það var sterk sjón að sjá ljós­kla­edda eða nakta lík­ama liggja eða sitja í stein­steypu­brot­un­um. Ver­ur í hvít­um net­sam­fest­ing­um sem ver­ið höfðu á sveimi um rým­ið í fyrri hluta verks­ins tóku nú smám sam­an yf­ir eft­ir að hafa lokk­að áhorf­end­ur með upp í boga­sal­inn. Það var í fyrstu pirr­andi að vera rif­in út úr kósí­heit­un­um sem ein­kennt höfðu svaeð­ið til þessa þó að það vaeri líka hress­andi að fá meiri kraft. For­vitn­in var þó strax vak­in því að hvít­kla­eddu neta­ver­urn­ar voru að brasa eitt­hvað skemmti­legt. Í boga­saln­um var boð­ið upp á hefð­bundn­ari list­d­ans­upp­lif­un. Lista­menn­irn­ir/flytj­end­urn­ir tóku sitt pláss í rým­inu og áhorf­end­ur komu sér fyr­ir þar. Þessi part­ur, eins og ann­að í verk­inu, var vel gerð­ur og áhuga­verð­ur á að horfa.

SUMT, EINS OG SAMSPIL SIGRÚN­AR GUÐMUNDSDÓTTUR OG INGVARS SIGURÐSSONAR Í KAFFISTOFUNNI OG GARÐINUM, KALLAÐI FRAM SMÁ KÖKK Í HÁLSINN.

NIЭUR­STAÐA Atóm­stjarna var eins og fal­leg­ur skóg­ar­lund­ur sem gott er að ganga um og njóta. Skóg­ar­lund­ur sem gam­an vaeri að ganga um aft­ur því þó að hann yrði kunn­ug­leg­ur byði hann líka upp á eitt­hvað nýtt að sjá og heyra.

FRÉTTA­BLAЭIÐ/STEFÁN

Stemn­ing­in var lág­stemmd og seið­andi, tón­list­in slak­andi og allt sem gert var vakti upp nota­leg­heit, seg­ir í dómn­um.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.