Synd­ir ná­granna

Fréttablaðið - - MENNING - Kol­brún Berg­þórs­dótt­ir

BAEKUR Kon­an í glugg­an­um

Höf­und­ur: A.J. Finn

Þýð­andi: Frið­rika Benónýs­dótt­ir Út­gef­andi: JPV 2018 457 bls.

Kon­an í glugg­an­um, fyrsta skáld­saga A.J. Finn, var seld til fjöru­tíu landa áð­ur en hún kom út á frum­mál­inu. Ekki kem­ur á óvart að til standi að gera kvik­mynd eft­ir bók­inni því í henni er að finna efni­við í spennu­mynd í anda Alfreds Hitchcock. Í bók­inni er ít­rek­að vís­að í gaml­ar klass­ísk­ar kvik­mynd­ir, þar á með­al rúm­an tug mynda eft­ir hinn gamla og snjalla meist­ara. Sögu­þráð­ur­inn er einnig í anda Re­ar Window, einn­ar fra­eg­ustu mynd­ar Hitchcocks. Þar var Ja­mes Stew­art fast­ur í hjóla­stól í íbúð sinni og hafði lít­ið við að iðja ann­að en að fylgj­ast með fólk­inu í naesta húsi í gegn­um sjón­auka, en hér er maett til leiks Anna Fox sem hef­ur ekki far­ið út úr húsi í taept ár, en hún þjá­ist af víð­áttufa­elni. Hún dund­ar sér við að fylgj­ast með ná­grönn­um sín­um út um glugg­ana milli þess sem hún horf­ir á gaml­ar svart­hvít­ar kvik­mynd­ir og ét­ur pill­ur og skol­ar þeim nið­ur með rauð­víni. Sú mixt­úra er síst til þess fall­in að við­halda ein­beit­ingu henn­ar og efla rök­rétta hugs­un. Eitt kvöld heyr­ir Anna óp og þýt­ur út í glugga. Hún verð­ur vitni að óhuggu­legu at­viki. Mun ein­hver trúa henni?

Allt þetta er ága­et­is efni í gla­epa­sögu, en líkt og svo marg­ar sög­ur þess­ar­ar teg­und­ar, sem hafa streymt á mark­að und­an­far­in miss­eri, er Kon­an í glugg­an­um alltof löng. Hún er 457 blað­síð­ur og þeg­ar les­and­inn er bú­inn að lesa einn þriðja bók­ar­inn­ar hef­ur lít­ið sem ekk­ert gerst. Það vaeri auð­velt fyr­ir les­and­ann að gef­ast upp fyr­ir þessu tíð­inda­leysi en hon­um skal ráðlagt að halda áfram því verk­ið hrekk­ur skyndi­lega í gang og spenn­an tek­ur völd­in. Með­fram spenn­unni faer les­and­inn síð­an skýr­ingu á því hvað veld­ur því að Anna hef­ur ekki treyst sér út fyr­ir húss­ins dyr svo lengi.

Kon­an í glugg­an­um hefði orð­ið mun betri bók ef höf­und­ur hefði haft hana styttri og snarp­ari. Hin­ar fjöl­mörgu vís­an­ir í no­ir-kvik­mynd­irn­ar aettu að gleðja alla að­dá­end­ur slíkra mynda, en fara lík­lega að mestu fram hjá þeim sem ekki þekkja til þeirra. Aðal­per­són­an Anna er vel sköp­uð per­sóna en höf­und­ur­inn ger­ir sig sek­an um full mikl­ar end­ur­tekn­ing­ar þeg­ar kem­ur að því að lýsa dag­legu lífi henn­ar. Af­hjúp­un­in á hinum seka kem­ur síð­an á óvart, sem er alltaf plús í bók­um eins og þess­um. Mín­us­inn er hins veg­ar hversu lengi sag­an er að hrökkva í gang.

NIЭUR­STAÐA: Gla­epa­saga sem er allt of lengi að kom­ast í gang, en verð­ur síð­an ansi spenn­andi.

ALLT ÞETTA ER ÁGA­ET­IS EFNI Í GLA­EPA­SÖGU, EN LÍKT OG SVO MARG­AR SÖG­UR ÞESS­AR­AR TEG­UND­AR, SEM HAFA STREYMT Á MARK­AÐ UND­AN­FAR­IN MISS­ERI, ER KON­AN Í GLUGG­AN­UM ALLTOF LÖNG.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.