Tónlist trufl­aði frá­sögn, og öf­ugt

Fréttablaðið - - MENNING - Tjarn­ar­bíó Jón­as Sen NIЭUR­STAÐA: Vel flutt en náði þó aldrei flugi.

TÓNLIST Hjálm­ur­inn

sunnu­dag­inn 10. júní Saga: Finn-Ole Heinrich.

Tónlist: Sarah Nemt­sov. Leik­ari: Guð­mund­ur Felix­son. Flytj­end­ur: En­semble Adap­ter (Kristjana Helga­dótt­ir, Ingólf­ur Vil­hjálms­son, Gunn­hild­ur Ein­ars­dótt­ir, Matt­hi­as Engler, Zoé Cartier).

Í kvik­mynd­um heyr­ist óm­stríð tónlist bara þeg­ar eitt­hvað aegi­legt er á ferð­inni. Er ekki rök­rétt að álykta að þeg­ar marg­ir hlusti á slíka tónlist á tón­leik­um, þá komi blóð­ug­ir upp­vakn­ing­ar og hund­ar úr hel­víti sjálf­krafa upp í hug­ann? Svip­að er uppi á ten­ingn­um með ást­ar­sen­ur, bíla­elt­ing­ar­leiki, slags­mál, o.s.frv. Hefð er orð­in fyr­ir ákveð­inni teg­und tón­list­ar í til­tekn­um at­rið­um. Vinsa­eld­ir kvik­mynd­ar­inn­ar hljóta því að hafa mót­að við­brögð okk­ar við tónlist. Kvik­mynd­in hef­ur gef­ið fólki taekifa­eri til að SJÁ tón­list­ina, skilja merk­ingu henn­ar á sjónra­en­an hátt. Hún hef­ur a.m.k. ýtt und­ir þessa merk­ingu.

Óm­stríð tónlist sem kall­ar fram hryll­ing í hug­skoti manns, verð­ur þó yf­ir­leitt að hafa ein­hverja róm­an­tík í sér. Með því er ekki vís­að til hefð­bund­ins skiln­ings þess orðs, held­ur til róm­an­tíska tíma­bils­ins í tón­list­ar­sög­unni, 19. ald­ar­inn­ar. Það var þá sem hvers kon­ar til­finn­ing­ar urðu alls­ráð­andi í tónlistinni. Hroll­vekj­andi óm­stríð tónlist verð­ur að til­heyra slík­um stíl, þó hljóm­ar og lag­lín­ur séu nú­tíma­legri. Til­gang­ur kvik­mynda­tón­list­ar er jú að magna upp til­finn­ing­ar og and­rúms­loft.

Sarah Nemt­sov, þýskt sam­tímatón­skáld, sem var í önd­vegi á tón­leik­um á Lista­há­tíð í Tjarn­ar­bíói á sunnu­dag­inn, sem­ur vissu­lega óm­stríða tónlist. Það er hins veg­ar eng­in róm­an­tík í verk­um henn­ar. Sam­hljóm­ur­inn er af­ar ann­ar­leg­ur, og ekki er að haegt að finna neitt sem kalla maetti lag­línu. Fram­vind­an þar er þó skýr og hljóm­arn­ir eru á sinn sér­sta­eða hátt spenn­andi, en þeir eru ger­sneydd­ir til­finn­ing­um. Kannski vaeri haegt að tala um heið­ríkju í verk­un­um, þau eiga meira skylt við flókna fjöl­rödd­un end­ur­reisn­ar­inn­ar en nokk­uð ann­að.

Tónlist Nemt­sov er mjög flott á sinn hátt, gaedd innra samra­emi og áleit­inni fag­ur­fra­eði. Hún virk­aði samt ekki í sam­heng­inu sem boð­ið var upp á á tón­leik­un­um í Tjarn­ar­bíói. Þar var sögð saga af dreng sem set­ur á sig hjálm og neit­ar að taka hann af sér fyrr en kring­umsta­eð­ur hans breyt­ast; þannig glím­ir hann við missi og sorg. Guð­mund­ur Felix­son leik­ari sagði sög­una, en kamm­er­hóp­ur­inn En­semble Adap­ter spil­aði und­ir. Tón­list­in virð­ist hafa átt að gera sög­una meira lif­andi en það tókst ekki vel.

Sam­band tón­list­ar­inn­ar og sög­unn­ar var aldrei sér­lega sterkt, nema á yf­ir­borðs­leg­an hátt. Tón­list­in fólst í um­hverf­is­hljóð­um sem tengd­ust mis­mun­andi at­burð­um sög­unn­ar en gerðu ekk­ert fyr­ir hana. Þau skiptu því engu máli; þvert á móti skapaði skorturinn á tilfinningunum í tónlistinni fjarlaegð. Hún trufl­aði frá­sögn­ina frek­ar en hitt, og því var líka öf­ugt far­ið. Það var eins og þess­ir tveir þa­ett­ir aettu í stríði frem­ur en að mynda sterka og gríp­andi heild.

Hljóð­fa­er­a­leik­ur­inn var þó fag­mann­leg­ur. Alls kon­ar hljóða­sam- setn­ing­ar, sem voru skap­að­ar með hefð­bundn­um hljóð­fa­er­um, en einnig ýmsu öðru, þ. á m. raf­magni, voru áheyri­leg­ar. Hljóð­fa­er­in voru mögn­uð upp í hljóð­kerfi Tjarn­ar­bíós og hljóð­stjórn­in var prýði­leg, styrk­leikaj­afn­vaeg­ið fínt, heild­ar­hljóm­ur­inn rétt stillt­ur. Mað­ur bara spurði sjálf­an sig: Til hvers?

ÞVERT Á MÓTI SKAPAÐI SKORTURINN Á TILFINNINGUNUM Í TÓNLISTINNI FJARLAEGÐ.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.