Þor­vald­ur Gylfa­son skrif­ar um sjálf­töku­sveit­ir.

Fréttablaðið - - FORSÍÐA - Þor­vald­ur Gylfa­son

Vin­ur minn einn var ekki alls fyr­ir löngu orð­að­ur við skip­un í nefnd á veg­um Al­þing­is. Sem vaeri varla í frá­sög­ur faer­andi nema fyr­ir þá sök að hann fékk í miðj­um klíð­um neyð­arkall frá vin­veitt­um þing­manni sem spurði hvort rétt vaeri að vin­ur­inn hefði hvatt til vopn­aðr­ar bylt­ing­ar. Vopn­aðr­ar bylt­ing­ar? Nei, því var fljótsvar­að. Sá sem spurði hafði orð­ið þess var að til­nefn­ingu vin­ar­ins í nefnd­ina kynni að vera and­ma­elt eða hafn­að á þess­ari upp­lognu bylt­ing­ar­for­sendu.

Sp­urn­ing þing­manns­ins vitn­ar um óheil­brigt and­rúms­loft á Al­þingi. Hverj­ir aetl­uðu að klína vopn­uð­um bylt­ing­arstimpli á sak­laus­an borg­ara til að koma í veg fyr­ir að rödd hans heyrð­ist í nefnd á veg­um Al­þing­is? Það voru lík­lega þeir sem hafa bein­lín­is beð­ið um bylt­ingu eða rétt­ar sagt: kall­að yf­ir sig bylt­ingu. Skoð­um mál­ið.

Launa­hlut­föll skipta máli

Ég er ekki að skipta um umra­eðu­efni þótt ég segi þetta naest: Það er ekki til­vilj­un að verð­bólgu­markmið seðla­banka um all­an heim er ekki núll held­ur yf­ir­leitt 2% til 3% á ári. Hóf­leg verð­bólga er jafn­an heppi­legri en eng­in verð­bólga. Það staf­ar af því að hóf­leg verð­bólga býr til svig­rúm til hóf­legra breyt­inga á launa­kostn­að­ar­hlut­föll­um á vinnu­mark­aði. Ef ytri að­sta­eð­ur halla á til­tek­inn at­vinnu­veg, þá laekk­ar raun­veru­leg­ur kaup­kostn­að­ur fyr­ir­ta­ekja þar um 2% til 3% á ári ef út­seld vara og þjón­usta við­kom­andi fyr­ir­ta­ekja haekk­ar í verði um 2% til 3% á ári í samra­emi við al­mennt verð­lag með­an laun­in standa í stað. Þannig kom­ast fyr­ir­ta­ek­in hjá að faekka fólki. Laun­þeg­ar una því þar eð þeim sýn­ast all­ir sitja við sama borð.

Ef verð­bólgu vaeri ekki til að dreifa vaeri stað­an önn­ur. Þá myndu fyr­ir­ta­eki þurfa að biðja laun­þega um að sa­etta sig við beina launa­skerð­ingu um 2% til 3% til að kom­ast hjá upp­sögn­um. Laun­þeg­ar sa­etta sig yf­ir­leitt ekki við beina kaup­la­ekk­un m.a. af því að þeir treysta því ekki að eitt sé lát­ið yf­ir alla ganga. Þannig get­ur hóf­leg verð­bólga stillt til frið­ar á vinnu­mark­aði. Til þess er leik­ur­inn gerð­ur. Þannig get­ur mik­il verð­bólga einnig slit­ið sund­ur frið­inn með því að raska launa­hlut­föll­um um of á þann hátt að sum­um tekst bet­ur en öðr­um að laga laun sín að verð­bólg­unni eða lyfta þeim um­fram verð­bólg­una.

Sjálf­töku­sveit­ir

Nú er það samt ekki verð­bólga sem virð­ist lík­leg­ust til að slíta sund­ur frið­inn á vinnu­mark­aði hér heima held­ur sú stað­reynd að sum­ir hóp­ar hafa tek­ið sér eða þeg­ið kjara­ba­et­ur langt um­fram aðra. RÚV sagði frá því fyr­ir nokkru að baejar­stjór­ar Kópa­vogs og Garða­ba­ej­ar eru bet­ur laun­að­ir en borg­ar­stjór­inn í Tókíó. Vin­ir þeirra í baejar­stjórn­un­um skammta þeim laun­in. Kjara­ráð hef­ur veitt há­tekju­hóp­um sem vinna hjá rík­inu mikl­ar kaup­haekk­an­ir, sum­ar aft­ur­virk­ar, og haekk­aði t.d. laun þing­manna 2016 um 45% á einu bretti. Þess­ar ákvarð­an­ir vöktu hörð við­brögð, m.a. af hálfu verk­lýðs­fé­laga og Sam­taka at­vinnu­lífs- ins. Kjara­ráð var þá lagt nið­ur. Jón Þór Ólafs­son al­þm. og VR hafa kaert Kjara­ráð fyr­ir meint­ar ólög­leg­ar launa­haekk­an­ir á of­ur­laun.

Vand­inn er ekki bund­inn við sjálf­töku­sveit­ir stjórn­mála­manna. Með­al­laun for­stjóra fyr­ir­ta­ekja sem eru skráð í Kaup­höll­inni voru á bil­inu 3-8 mkr. á mán­uði 2017 eða taep­ar 5 mkr. að með­al­tali. Með­al­for­stjór­inn þigg­ur mán­að­ar­laun sem nema 17-föld­um lág­marks­laun­um. Mán­að­ar­laun launa­haesta for­stjór­ans nema naerri 30-föld­um lág­marks­laun­um. Hverj­ir ákveða þessi laun? Það gera for­stjór­arn­ir sjálf­ir enda sitja þeir marg­ir í stjórn­um fyr­ir­ta­ekj­anna hver hjá öðr­um.

For­stjór­ar rík­is­fyr­ir­ta­ekja eru ekki al­veg eins stór­ta­ek­ir, en þeir hafa þó þeg­ið kaup­haekk­an­ir langt um­fram þau 4% sem rík­ið bauð ljós­ma­eðr­um. Þa­er höfn­uðu boð­inu. Þa­er höfn­uðu tví­skinn­ungi sem Kenn­e­dy Banda­ríkja­for­seti lýsti vel þeg­ar hann sagði: „Það er ekki haegt að semja við menn sem segja: „Mitt til­heyr­ir mér, þitt skul­um við semja um“.“

Upp­gjör í vaend­um

Guð­mund­ur Gunn­ars­son raf­virki lýs­ir vand­an­um vel í grein í Stund­inni fyr­ir skömmu und­ir yf­ir­skrift­inni Heift­ar­legt upp­gjör framund­an. Hann vitn­ar í Guð­mund J. Guð­munds­son, Gvend jaka sem svo var kall­að­ur, en hann sagði: „Ef ein­hver hóp­ur fer að vaða upp í haekk­un­um fyr­ir of­an al­mennt verka­fólk, þá er þetta bú­ið. Menn þurfa að átta sig á að það verð­ur að byggj­ast á gagnkvaemu jafnra­eði á milli hópa. Það þýð­ir ekki að keyra áfram ein­hverja sér­hópa upp yf­ir aðra. Þá er þetta hrun­ið og það hryn­ur yf­ir þá hina sömu.“

For­stjór­ar og stjórn­mála­menn eiga upp­tök­in að nú­ver­andi ókyrrð á vinnu­mark­aði. Þeir hafa kall­að kollsteypu yf­ir okk­ur öll.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.