Ís­lensku strák­arn­ir nýttu faer­in sín bet­ur en áð­ur.

Ís­land nýtti faer­in bet­ur en í fyrri leikn­um og sigldi sigr­in­um í hús sem tryggði lið­inu þátt­töku­rétt á heims­meist­ara­mót­inu sem fram fer í janú­ar á naesta ári. Fyrri leik lið­anna lykt­aði með jafn­tefli, 27-27, og ís­lenska lið­ið vann því ein­víg­ið sam­an­lagt

Fréttablaðið - - FORSÍÐA - Hjor­varo@fretta­bla­did.is

Ís­land tryggði sér sa­eti á heims­meist­ara­mót­inu í hand­bolta karla með því að leggja Lit­há­en að velli, 34-31, í seinni leik lið­anna í um­spili um laust sa­eti á mót­inu í Laug­ar­dals­höll í kvöld. Fyrri leik lið­anna lykt­aði með jafn­tefli, 27-27, og ís­lenska lið­ið vann því ein­víg­ið sam­an­lagt 61-58 og verð­ur á með­al þátt­tak­enda þeg­ar heims­meist­ara­mót­ið verð­ur hald­ið í Dan­mörku og Þýskalandi í janú­ar á naesta ári.

Það er því ljóst að það var fyrsta verk Guð­mund­ar Þórð­ar Guð­munds­son­ar eft­ir að hann tók við ís­lenska lið­inu á nýj­an leik að koma lið­inu á stór­mót. Nú hef­ur Guð­mund­ur Þórð­ur hálft ár til þess að þróa lið­ið enn frek­ar og sníða af þá van­kanta sem eru á því. Það eru nokkr­ir leik­menn ann­að­hvort að stíga sín fyrstu skref með lið­inu eða að fá aukna ábyrgð á sín­ar herð­ar. Hálft ár er lang­ur tími í hand­bolta og naeg­ur tími fyr­ir Guð­mund til þess að ausa úr visku­brunni sín­um og þróa og þroska leik­menn liðs­ins.

Jafnt var á öll­um töl­um fram­an af fyrri hálfleik, en á þeim kafla var varn­ar­leik­ur ís­lenska liðs­ins frem­ur lin­ur á með­an sókn­ar­leik­ur­inn gekk nokk­uð smurt. Góð­ur kafli þar sem sam­an komu þétt­ari varn­ar­leik­ur og mörk úr hrað­a­upp­hlaup­um varð til þess að Ís­land fór með tveggja marka for­skot inn hálfleik. Stað­an í hálfleik var 18-16 ís­lenska lið­inu í vil.

Arn­óri Þór Gunn­ars­syni, haegri horna­manni og víta­skyttu ís­lenska liðs­ins, var vís­að af velli með rauðu spjaldi fyr­ir að skjóta bolt­an­um í höf­uð markvarð­ar Lit­há­en um mið­bik fyrri hálfleiks.

Aron Pálm­ars­son var drjúg­ur í sókn­ar­leik ís­lenska liðs­ins í fyrri hálfleik, en auk þess að vera marka­haesti leik­mað­ur liðs­ins, ásamt Guð­jóni Val Sig­urðs­syni, í fyrri hálfleik með fjög­ur mörk mat­aði hann sam­herja sína með snotr­um stoð­send­ing­um.

Ís­land náði aft­ur góð­um kafla í upp­hafi seinni hálfleiks og komst fjór­um mörk­um yf­ir og þeg­ar upp var stað­ið var þriggja marka sig­ur nið­ur­stað­an. Lit­há­ar náðu nokkr­um áhlaup­um í seinni hálfleik, en ís­lenska lið­ið hleypti þeim aldrei í jafna stöðu og Ís­land var yf­ir allt til loka leiks­ins.

Guð­jón Val­ur nýtti faeri sín mun bet­ur en hann gerði í leikn­um ytra og var einnig öfl­ug­ur í varn­ar­leik ís­lenska liðs­ins. Hann var aug­ljós­lega stað­ráð­inn í því að baeta fyr­ir það að hafa brennt af fjöl­mörg­um opn­um markta­ekifa­er­um í úti­leikn­um, en þeg­ar upp var stað­ið hafði hann skor­aði 11 mörk og var marka­haesti leik­mað­ur ís­lenska liðs­ins í leikn­um.

Aron hafði hins veg­ar haegt um sig í marka­skor­un í seinni hálfleik og end­aði með fimm mörk í leikn­um, en hann hélt hins veg­ar upp­tekn­um haetti hvað varð­ar stoð­send­ing­ar og gaf stoð­send­ing­ar í öll­um regn­bog­ans lit­um í seinni hálfleik. Þá var Björg­vin Páll Gústavs­son aft­ur af­ar góð­ur í ís­lenska mark­inu, en hann varði 15 skot í leikn­um og Ág­úst Elí Björg­vins­son baetti við tveim­ur skot­um. Ág­úst Elí varði víta­skot og frá­kast­ið þar á eft­ir á mik­ilvaegu augna­bliki í leikn­um.

Íslandi mistókst síð­ast að kom­ast á stór­mót ár­ið 2009 þeg­ar lið­ið var ekki með á heims­meist­ara­mót­inu sem fram fór í Króa­tíu það ár­ið. Ís­land laut þá í laegra haldi fyr­ir Ma­kedón­íu í um­spili um laust sa­eti á mót­inu.

FRÉTTA­BLAЭIÐ/ÞÓRSTEINN

Aron Pálm­ars­son var drjúg­ur í sókn­ar­leik ís­lenska karla­lands­liðs­ins í fyrri hálfleik, hann hafði hins veg­ar haegt um sig í marka­skor­un í seinni hálfleik en gaf marg­ar stoð­send­ing­arn­ar í leikn­um. Hann skor­aði fjög­ur mörg í fyrri hálfleik, en að­eins eitt mark í seinni hálfleikn­um.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.