Ör­leik­rit lifna við í Blesu­gróf­inni í dag.

Í Blesu­gróf byggð­ist upp óskipu­lagt hverfi þeg­ar efna­lít­ið fólk víðs­veg­ar að af land­inu flykkt­ist á möl­ina upp úr stríðs­ár­um. Þrjú ný ör­leik­rit lifna við í Blesu­gróf­inni í dag und­ir stjórn Mörtu Nor­dal.

Fréttablaðið - - FORSÍÐA - Gunn­þóra Gunn­ars­dótt­ir gun@fretta­bla­did.is

Leik­verk­ið Blesu­gróf er eitt af at­rið­um Lista­há­tíð­ar í ár. Það er óhefð­bund­ið og sam­an­stend­ur af þrem­ur ör­leik­rit­um eft­ir jafn­marga höf­unda, þau Soffíu Bjarna­dótt­ur, Kolfinnu Nikulás­dótt­ur og Mika­el Torfa­son. Efn­ið sprett­ur allt úr sama efni­viði en með ólík­um haetti, að sögn Soffíu, sem er sú fyrsta sem ég heyri í til að for­vitn­ast um við­burð­inn. Verk­ið var frum­sýnt í gaer og í dag klukk­an 18 er önn­ur sýn­ing.

„Við höf­und­arn­ir er­um ólík­ir og vinn­um sjálfsta­ett hver að sínu verki en svo eru listra­en­ir stjórn­end­ur sem móta heild­ar­sýn­ina. Við skoð­uð­um hverf­ið sam­an og svo fór hver og einn í sitt innra líf.“

Blesu­gróf­in ligg­ur með fram mynni Ellið­ár­dals og áð­ur en Breið­holts­braut­in var lögð þar á milli ein­kennd­ist hverf­ið af smá­hýs­um sem byggð voru af vanefn­um frum­byggj­anna. Ekki kveðst Soffía hafa þekkt til í Blesu­gróf­inni áð­ur en hún byrj­aði að semja ör­leik­rit­ið, held­ur kaf­að í heim­ild­ir, einkum blöð og tíma­rit frá ár­un­um 1960-1970. „Ég tengdi við hvað er horf­ið og ann­að sem sit­ur eft­ir, þarna var póst­hús og lít­il lýs­ing en ég er ekki að fjalla um um­hverf­ið sem slíkt held­ur líf­ið og fer bara per­sónu­lega leið. Það eru þrír leik­ar­ar í mínu verki, Katrín Hall­dóra Sig­urð­ar­dótt­ir, Hilm­ar Guð­jóns­son og Elma Stef­an­ía Ág­ústs­dótt­ir.“

Soffía ít­rek­ar að ör­leik­rit­in séu hvert með sínu móti. „En þau tengj­ast óljós­um bönd­um og flaeða sam­an,“tek­ur hún fram. „Hvert verk tek­ur um kortér í flutn­ingi, svo er far­ið á milli þannig að í heild tek­ur göngu­ferð­in um klukku­stund.“

Á raet­ur í sömu stétt

Mika­el bjó til hljóð­verk um Blesu­gróf­ina sem spil­að er í eyr­um fólks. Þó hann hafi kynnst ýms­um að­sta­eð­um í aesku, eins og bók­in Týnd í Para­dís vitn­ar um, átti hann aldrei heima í því hverfi.

„Mín­ar per­sónu­legu teng­ing­ar við Blesu­gróf­ina eru þa­er að for­eldr­ar mín­ir voru af sömu stétt og fólk­ið þar,“seg­ir hann. „Mamma ólst upp þar rétt hjá, í baejar­blokk við Bústaða­veg. Pabbi var skammt frá líka því fyrst eft­ir að föð­ur­amma og -afi fluttu til borg­ar­inn­ar bjuggu þau við hlið­ina á Blesu­gróf­inni og unnu við haensnara­ekt þar sem gömlu Fáks­hest­hús­in eru, blá­fá­ta­ekt fólk sem end­aði í 38 fer­metra skúr rétt hjá Ár­baejarsafn­inu.“

Þó Blesu­gróf­in fengi á sig fá­ta­ekrastimp­il seg­ir Mika­el slík hverfi hafa ver­ið víð­ar. „Húsna­eðis­vand­inn var svo gríð­ar­leg­ur eft­ir stríð. Fólk fann eða byggði sér ein­hverja kofa og breytti þeim í vist­ar­ver­ur með því að setja haensna­net ut­an á þá og svo múr til að ekki laeki mjög mik­ið. En þar var alltaf sagga­lykt.“

Mika­el kveðst hafa ver­ið svo hepp­inn að kom­ast í rit­gerð um Blesu­gróf­ina eft­ir Tryggva Emils­son, einn af hans upp­á­halds­höf­und­um, því þang­að hafi hann flutt þeg­ar hann kom að norð­an. „Þetta var ís­lenskt gettó. Við höf­um til­hneig­ingu til að setja fólk út á guð og gadd­inn og gleyma því, ger­um það enn í dag við er­lent verka­fólk sem leig­ir fyr­ir of fjár í iðn­að­ar­húsna­eði hjá ein­hverj­um slömml­or­d­um og borg­um því skíta­laun. Það vaeri haegt að gera góða út­varps­þa­etti um það.“

Verk Kolfinnu Nikulás­dótt­ur er tví­skipt og fjall­ar um flutn­inga að henn­ar sögn. „Verk­efn­ið var fróð­legt en sjálf var ég dá­lít­ið týnd í byrj­un því ég hafði enga teng­ingu við Blesu­gróf­ina. Svo kvikn­aði á ein­hverju hjá mér þeg­ar ég átt­aði mig á að borg­ar­yf­ir­völd hefðu far­ið í átak þar við að flytja íbú­ana í burtu í blokk­ir. Mér fannst það svo mik­ið inn­grip, því fólk­ið sem bjó í Blesu­gróf­inni var frum­byggj­ar þar og hafði byggt sér hús úr engu. Máls­hátt­ur­inn „neyð­in kenn­ir naktri konu að spinna“átti al­ger­lega við. Ég fór að hugsa um orð­ið vel­ferð og hvað fólki sé fyr­ir bestu.“

Leik­rit­ið er að hluta til hljóð­verk að sögn Kolfinnu. „Fyrri hlut­inn ger­ist í nýrri blokk, tvö systkini sem eru ný­flutt þang­að eru að tala sam­an. Strák­ur­inn glað­ur en stelp­an í sjokki og sakn­ar gamla húss­ins. Seinni hlut­inn ger­ist í bíl og andi þess er svip­að­ur, mað­ur aetl­ar að koma unn­ustu sinni ána­egju­lega á óvart en hún faer sjokk. Mynd­lík­ing um hvernig fólk upp­lif­ir áfall aft­ur og aft­ur.“

FRÉTTA­BLAЭIÐ/ANTON BRINK

Á aef­ingu eins ör­leik­rits­ins. Soffía Bjarna­dótt­ir höf­und­ur ásamt Elmu Stef­an­íu, ein­um leik­ar­anna.

FRÉTTA­BLAЭIÐ/STEFÁN

Kolfinna og kött­ur­inn Krist­ur. Mynd­in gaeti ver­ið tek­in í Blesu­gróf­inni fyr­ir mörg­um ár­um en svo er ekki.

FRÉTTA­BLAЭIÐ/ERNIR

„Þetta var ís­lenskt gettó. Við höf­um til­hneig­ingu til að setja fólk út á guð og gadd­inn og gleyma því, ger­um það enn í dag við er­lent verka­fólk,“seg­ir Mika­el.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.