Magn­að­ur fer­ill Sál­ar­inn­ar rifj­að­ur upp

Í gaer var til­kynnt að hljóm­sveit­in Sál­in hans Jóns míns myndi haetta eft­ir tón­leika í Hörpu í októ­ber. Sál­in hef­ur starf­að frá 1988 og ver­ið ein staersta og vinsa­el­asta hljóm­sveit lands­ins síð­an. Frétta­blað­ið rifjar upp magn­að­an fer­il henn­ar.

Fréttablaðið - - FORSÍÐA - bene­dikt­boas@fretta­bla­did.is

Sál­in hans Jóns míns sló strax í gegn. Stefán Hilm­ars­son var sendi­herra Ís­lands í Eurovisi­on 1988 og opn­aði hljóm­sveit­in þá nýj­asta skemmti­stað Reykja­vík­ur, Bíókjall­ar­ann í La­ekj­ar­götu 10. Þar voru tek­in upp lög sem fóru á plöt­una Syngj­andi sveitt­ir. Upp­haf­lega var áa­etl­að að spila sál­ar­tónlist í þrjá mán­uði en vinsa­eld­ir komu í veg fyr­ir að síð­asti tónn­inn yrði sleg­inn.

Lag­ið Á tjá og tundri hljóm­aði ótt og títt í út­varpi og plat­an seld­ist vel. Þeir Jón Ólafs­son, Rafn Jóns­son og Har­ald­ur Þor­steins­son gengu þó á ný til starfa með Bítla­vina­fé­lag­inu haust­ið 1988 en Stefán og Guð­mund­ur héldu áfram. Síð­an hef­ur mik­ið vatn runn­ið til sjáv­ar og nán­ast enda­laus­ir smell­ir runn­ið frá band­inu á 14 plöt­um.

Hljóm­sveit­in próf­aði sig er­lend­is sem Bea­ten Bis­hops og sneri plöt­unni Hvar er draum­ur­inn? upp á ensku og hét hún Wh­ere’s my dest­iny?

Sagt er að hljóm­sveit­ir haetti aldrei en nú er kom­ið að því að slá lokatón­inn í stór­kost­legri sögu hljóm­sveit­ar­inn­ar. Verð­ur hann sleg­inn í Hörpu á kveðju­tón­leik­um í októ­ber. Trú­lega munu faerri kom­ast að en vilja enda saga Sál­ar­inn­ar samof­in sögu Ís­lend­inga í hartna­er 30 ár.

Ung­ir menn fyr­ir mörg­um ár­um. Jóns míns Sál­in hans tromm­ar­an­um með Stef­áns­syni. Magnúsi Guð­mund­ur og Stefán í syngj­andi sveiflu ár­ið 1991.

MYND/ GUЭMUND­UR LÚÐVÍKSSON

Stefán og Guð­mund­ur í góðu glensi. Guð­mund­ur að öskra úr sér lung­un og plokka gít­ar­inn. Sál­in hans jóns míns í allri sinni dýrð í Hörpu.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.