Hót­el Reykja­vík

Fréttablaðið - - SKOÐUN - Kol­brún Berg­þórs­dótt­ir kol­brunb@fretta­bla­did.is

Von­andi geng­ur Við­reisn til þessa sam­starfs með áhersl­ur sem miða að því að vernda fal­lega reiti.

Mynd­un nýs meiri­hluta í borg­ar­stjórn Reykja­vík­ur er happa­feng­ur fyr­ir þá sem vilja um­fram allt að Reykja­vík breyt­ist ekki í meng­andi bíla­borg. Það er yf­ir­lýst markmið meiri­hlut­ans að setja gang­andi og hjólandi veg­far­end­ur í for­gang. Hann hyggst styrkja al­menn­ings­sam­göng­ur og hluti af þeirri áa­etl­un er hin marg­um­tal­aða borg­ar­lína, en and­stað­an við hana var eitt af því furðu­leg­asta í kosn­inga­bar­átt­unni. Gleði­leg er síð­an sú ákvörð­un að gera Lauga­veg­inn að göngu­götu. Það mun auka sjarma mið­borg­ar­inn­ar til muna – og veit­ir sann­ar­lega ekki af !

Þannig virð­ist hinn nýi meiri­hluti að mörgu leyti vera á réttri leið. Fyrr­ver­andi meiri­hluti í borg­inni gerði reynd­ar margt ága­ett en það var mik­ill ljóð­ur á ráði hans að þótt hann vildi um­fram allt forða því að Reykja­vík yrði meng­andi bíla­borg þá virt­ist hann lít­ið sem ekk­ert vilja að­haf­ast til að koma í veg fyr­ir að hún yrði að hót­el­borg.

Mið­borg Reykja­vík­ur á að vera að­lað­andi og þau sjarmer­andi svaeði sem þar finn­ast eiga að fá að standa óáreitt fyr­ir gráð­ug­um pen­inga­mönn­um sem fá doll­araglampa í aug­un ef þeir sjá auð­an reit og þrá ekk­ert heit­ar en að planta þar nið­ur hót­eli.

Það þurfa ekki að vera hót­el á nán­ast hverju ein­asta götu­horni í Reykja­vík, en gamla meiri­hlut­an­um gekk af­ar illa að skilja það. En batn­andi manni er best að lifa og nú hef­ur nýtt afl, Við­reisn, geng­ið til liðs við gamla meiri­hlut­ann. Von­andi geng­ur Við­reisn til þessa sam­starfs með áhersl­ur sem miða að því að vernda fal­lega reiti þannig að gráð­ug­ir verk­tak­ar og fjár­fest­ar leggi ekki und­ir sig höf­uð­borg­ina í meiri maeli en þeg­ar er orð­ið.

Nýj­um meiri­hluta borg­ar­stjórn­ar skal ósk­að velfarn­að­ar. Um leið er hon­um ráðlagt að tölta út úr Ráð­hús­inu og fara í spássit­úr um mið­ba­einn. Það vaeri til daem­is haegt að skoða Lands­s­ímareit­inn og eiga þar hljóða stund þar sem hver og einn borg­ar­full­trúi myndi spyrja sig þeirr­ar sam­visku­spurn­ing­ar hvort hann vilji að á þeim góða stað verði enn eitt hót­el­ið, eins og áform eru um.

Marg­ir hafa orð­ið til að gagn­rýna þessi áform harð­lega, með­al ann­ars vegna þess að þarna er að finna Vík­ur­garð, hinn forna kirkju­garð Reyk­vík­inga, en hót­el­bygg­ing á þess­um stað mun þrengja veru­lega að hon­um og raska frið­helgi hans. Gagn­rýn­end­ur telja að Vík­ur­garð verði að vernda eins og kost­ur er og segja ann­að jafn­gilda stór­slysi. AEtli meiri­hlut­inn í borg­inni að gegna hlut­verki sínu með sóma verð­ur hann að bera ein­hverja virð­ingu fyr­ir sögu­legri og menn­ing­ar­legri arf­leifð Reykja­vík­ur. Öðru­vísi get­ur hann ekki bor­ið höf­uð­ið hátt. En jafn­vel þótt öll­um sögu­leg­um rök­um sé vís­að á bug, þá myndi hót­el á þess­um stað vera skelfi­leg skemmd­ar­starf­semi. Reyk­vík­ing­ar hafa ekk­ert að gera við borg­ar­stjórn sem legg­ur bless­un sína yf­ir eyði­legg­ingu á þess­um sögu­helga stað í hjarta höf­uð­borg­ar­inn­ar.

Nýr meiri­hluti má ekki loka sig inni í Ráð­hús­inu. Hann verð­ur að fara út og horfa í kring­um sig. Það er ekki langt að fara.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.