Nýt­um ork­una okk­ar bet­ur

Fréttablaðið - - FRÉTTABLAÐIÐ Í DAG -

Hvers vegna vetni?

Sí­auk­in áhersla er lögð á nýt­ingu end­ur­nýj­an­legra orku­gjafa í heim­in­um, svo sem vind-, vatns- og sól­ar­orku. Í kjöl­far­ið hef­ur skap­ast gíf­ur­leg þörf fyr­ir geymslu þeirr­ar raf­orku sem verð­ur til á með­an við þurf­um hana ekki, t.d. þeg­ar við sof­um. Sér­fræð­ing­ar hafa kom­ist að raun um að heppi­legt sé að geyma hana í formi vetn­is. Vetni má síð­an nota beint til þess að knýja bif­reið­ar og nýta þar með orku sem ann­ars hefði getað far­ið til spill­is. Þannig nýt­um við auð­lind­irn­ar bet­ur en ella.

Sjálf­bærni Ís­lands í orku­mál­um

Vetni er eini orku­gjaf­inn sem hægt er að fram­leiða í nægi­legu magni hér á landi til þess að knýja bíla­flota Ís­lend­inga sam­hliða raf­magni.

Með áherslu á vetn­i­svæð­ingu bíla­flot­ans get­um við dreg­ið úr þrýst­ingi á þá inn­við­a­upp­bygg­ingu sem fylg­ir hug­mynd­um um raf­bíla­væð­ingu lands­ins. Sam­hliða nýt­ing á vetni og raf­magni styð­ur því við þá þró­un að gera Ís­land óháð jarð­efna­eldsneyti til fram­búð­ar.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.