Tug­ir misstu vinn­una í bið eft­ir svör­um

For­stjóri Odda gagn­rýn­ir Sam­keppnis­eft­ir­lit­ið fyr­ir að bregð­ast seint við er­ind­um vegna íþyngj­andi skil­yrða. Biðu í eitt og hálft ár eft­ir svari. Rekstri Pl­ast­prents og Kassa­gerð­ar­inn­ar hætt í byrj­un árs og 86 manns sagt upp. Mik­ið álag var á stofn­un­inni

Fréttablaðið - - FRÉTTABLAÐIÐ Í DAG - jhh

„Þetta er að mínu mati mjög ógegn­sætt ferli,“seg­ir Kristján Geir Gunn­ars­son, fram­kvæmda­stjóri Odda, um vinnu­brögð sam­keppn­is­yf­ir­valda. Í byrj­un árs keypti Oddi fyr­ir­tæk­ið Pl­ast­prent. Sam­keppnis­eft­ir­lit­ið sam­þykkti kaup­in með þeim fyr­ir­vara að Oddi geng­ist und­ir sátt. Hún fól í sér ým­is skil­yrði sem stjórn­end­ur fyr­ir­tæk­is­ins töldu vera mjög íþyngj­andi.

Í lok árs 2016 sendi Oddi Sam­keppnis­eft­ir­lit­inu bréf þar sem ósk­að var eft­ir því að fyr­ir­tæk­ið losn­aði und­an sátt­inni og á það var fall­ist í síð­asta mán­uði. Í milli­tíð­inni, eða í janú­ar síð­ast­liðn­um, til­kynnti Oddi að starf­semi Kassa­gerð­ar­inn­ar og Pl­ast­prents yrði lögð nið­ur með þeim af­leið­ing­um að 86 manns var sagt upp.

Kristjáni Geir þyk­ir Sam­keppnis­eft­ir­lit­ið hafa brugð­ist seint við. „Það er mjög erfitt að fá svör frá Sam­keppnis­eft­ir­lit­inu. Þetta er venju­lega þannig að mál­ið sé í vinnslu. Svo var gef­ið út að það væri mik­ið álag á Sam­keppnis­eft­ir­lit­inu vegna samruna annarra fé­laga. Til dæm­is Haga og Olís og annarra mála í þeim dúr. En alltaf bið­um við bara,“seg­ir hann. Sátt­in hafi ver­ið mjög íþyngj­andi fyr­ir fyr­ir­tæk­ið, þó að hún hafi ekki ver­ið eina ástæða þess að loka þurfti verk­smiðj­un­um í byrj­un árs.

Páll Gunn­ar Páls­son, for­stjóri Sam­keppnis­eft­ir­lits­ins, seg­ir að breyt­ing­arn­ar á rekstri Odda sem til­kynnt­ar voru í janú­ar síð­ast­liðn­um hafi ver­ið for­send­an fyr­ir þeirri ákvörð­un að fella nið­ur skil­yrð­in í sátt­inni. Um leið og ósk hafi borist í árs­lok 2016 um að þau yrðu felld nið­ur hafi Sam­keppnis­eft­ir­lit­ið ósk­að um­sagna á mark­aðn­um og keppi­naut­ar gef­ið sig fram sem töldu að staða Odda hefði ekki breyst með þeim hætti sem Oddi hélt fram. Þess vegna væri enn þá mik­il­vægt að þessi skil­yrði giltu. „Þá blasti við að við þyrft­um að fara í ít­ar­legri rann­sókn sem kall­aði á að við öfl­uð­um upp­lýs­inga um veltu og tækj­um til skoð­un­ar að nýju þær skil­grein- ing­ar á mörk­uð­um sem þarna eru und­ir,“seg­ir hann.

Páll Gunn­ar seg­ir að ekki hafi ver­ið mögu­legt að fara beint í þá at­hug­un. „Vegna þess að það var og er mik­ið álag á stofn­un­inni og við þurf­um að setja samruna­mál, það er að segja þau mál sem eru á lög­bundn­um frest­um, fram fyr­ir. Síð­an verða þess­ar breyt­ing­ar á hög­um Odda sem leiða til þess að skil­yrð­in eiga ekki leng­ur við og þá eru þau felld úr gildi í fram­haldi af því,“seg­ir Páll. –

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.