Jón Daði Böðv­ars­son er ein­beitt­ur og til í slag­inn.

Jón Daði Böðv­ars­son kveðst ein­beitt­ur og klár í slag­inn gegn Ar­g­entínu á laug­ar­dag­inn. Tæp tvö ár eru síð­an hann skor­aði fyr­ir lands­lið­ið en hann læt­ur það ekki á sig fá og held­ur ótrauð­ur áfram.

Fréttablaðið - - FRÉTTABLAÐIÐ Í DAG - Ing­vit­hor@fretta­bla­did.is

„Fyrstu dag­arn­ir hérna í Rússlandi hafa ver­ið fín­ir og það eru all­ir ein­beitt­ir fyr­ir verk­efn­ið sem fram und­an er. All­ar að­stæð­ur eru til fyr­ir­mynd­ar og stemn­ing­in í hópn­um góð,“sagði Jón Daði Böðv­ars­son fyr­ir æf­ingu ís­lenska lands­liðs­ins í Ka­bar­dinka í gær. Þetta var síð­asta æf­ing liðs­ins áð­ur en það flaug til Moskvu síð­deg­is.

Á morg­un er kom­ið að stóru stund­inni, leikn­um gegn Li­o­nel Messi og fé­lög­um í arg­entínska lands­lið­inu. Jón Daði von­ast að sjálf­sögðu til að vera í byrj­un­arlið­inu í þess­um fyrsta leik Ís­lands á HM frá upp­hafi.

„Ég vona það en þetta kem­ur bara í ljós. Mað­ur ger­ir sig alltaf klár­an eins og mað­ur sé að fara að byrja.“

Mað­ur ger­ir sig alltaf klár­an eins og mað­ur sé að fara að byrja.

Jón Daði Böðv­ars­son

Sel­fyss­ing­ur­inn skor­aði síð­ast fyr­ir lands­lið­ið í 2-1 sigr­in­um fræga á Aust­ur­ríki á EM 2016. Síð­an eru lið­in tvö ár. Og raun­ar eru mörk Jóns Daða fyr­ir lands­lið­ið að­eins tvö.

„Ég er ekk­ert að stressa mig yf­ir þessu. Töl­fræð­in mín er ekk­ert rosa­leg sem fram­herji en mað­ur þarf bara að hlæja að því. Ég reyni að bæta úr því og halda áfram að

vinna vel fyr­ir lið­ið,“sagði Jón Daði sem leggst ró­leg­ur á kodd­ann þótt mörk­in láti bíða eft­ir sér.

„Það er mik­il­vægt að horfa á aðr­ar hlið­ar í leikn­um þín­um líka. Ég stressa mig ekki yf­ir þessu og strák­arn­ir sýna mér traust. Við þurf­um

að verj­ast meira en aðr­ir og þekkja okk­ar tak­mörk. Mað­ur ein­blín­ir á þau gildi sem leik­mað­ur og hvernig þetta virk­ar hjá lands­lið­inu. Það er öðru­vísi en hjá fé­lagslið­inu,“sagði Jón Daði að lok­um.

FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR

Jón Daði Böðv­ars­son er ein­beitt­ur og klár í slag­inn. Ís­land mæt­ir firna­sterku liði Ar­g­entínu í Moskvu á laug­ar­dag­inn.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.