For­set­inn horf­ir á leik Ís­lands og Ar­g­entínu á Hrafns­eyri.

Guðni Th. Jó­hann­es­son, for­seti Ís­lands, verð­ur fjarri góðu gamni í Moskvu á morg­un þeg­ar stærsta íþrótta­stund lands­ins renn­ur upp. Hann verð­ur á Vest­fjörð­um og fylg­ist með leikn­um á risa­skjá.

Fréttablaðið - - FRÉTTABLAÐIÐ Í DAG - bene­dikt­boas@fretta­bla­did.is

Guðni Th. Jó­hann­es­son, for­seti Ís­lands, verð­ur ekki við­stadd­ur heims­meist­ara­mót­ið frek­ar en aðr­ir ráða­menn Ís­lands af póli­tísk­um ástæð­um. Guðni mun horfa á fyrsta leik Ís­lands gegn Ar­g­entínu á Hrafns­eyri, fæð­ing­ar­stað sjálf­stæð­is­hetju Ís­lend­inga, Jóns Sig­urðs­son­ar, og verð­ur í Eistlandi í op­in­berri heim­sókn þeg­ar Ís­lend­ing­ar mæta Níg­er­íu.

Valdi­mar J. Hall­dórs­son, stað­ar­hald­ari á Hrafns­eyri, seg­ir að það sé tölu­verð spenna fyr­ir morg­un­deg­in­um á Hrafns­eyri. Há­tíð­ar­höld­in, í til­efni þjóð­há­tíð­ar­dags­ins taka mið af leikn­um og mun hann verða sýnd­ur á risa­skjá í upp­hit­uðu tjaldi enda spá­ir hann and­skoti köldu eins og Valdi­mar kemst að orði. „ Þetta verð­ur mik­il há­tíð. Guðni kem­ur í land á gúmmíbát af varðskipinu Þór sem ætlar að flytja hann hingað. Svo held­ur hann hátíðarræðu eft­ir messu áð­ur en leikurinn verð­ur settur í gang.“

Há­tíð­ar­höld­in hefjast kl. 11.00 með guðs­þjón­ustu. Að henni lok­inni mun Guðni flytja hátíðarræðu og þar á eft­ir verð­ur frum­flutt tón­verk­ið Blakta eft­ir ís­firska tón­skáld­ið Hall­dór Smára­son. Síð­an mun sr. Geir Wa­age í Reyk­holti segja frá æskuminn­ing­um sín­um frá Hrafns­eyri.

Valdi­mar verð­ur bú­inn að koma upp glæsi­legu há­tíð­ar­tjaldi með stór­um skjá­um og góðri að­stöðu þar sem for­seti og gest­ir geta fylgst með leikn­um. „Ext­on í Reykja­vík kem­ur með fjóra skjái og 20 metra langt tjald og tíu metra breitt og þar verð­um við með stóla og fleira. Þar horfa menn á fót­bolt­ann með for­set­an­um,“seg­ir Valdi­mar sem býst við 250 til 300 manns á há­tíð­ina.

„Það er stór­kost­legt að fá Guðna á þenn­an við­burð. Hann var eini fram­bjóð­and­inn sem kom í kosn­inga­bar­átt­unni þannig að hann hef­ur nú kom­ið hér áð­ur en það verð­ur gam­an að fá hann núna í embætti. Ég geri ráð fyr­ir þess­um fjölda þó það spái nú and­skoti köldu. En tjald­ið verð­ur upp­hit­að svo það ætti eng­um að verða kalt,“seg­ir Valdi­mar.

Í LAND Á GÚMMÍBÁT AF VARÐSKIPINU ÞÓR SEM ÆTLAR AÐ FLYTJA HANN HINGAÐ. SVO HELD­UR HANN HÁTÍÐARRÆÐU EFT­IR MESSU ÁЭUR EN LEIKURINN VERЭUR SETTUR Í GANG.

Jón Sig­urðs­son, sjálf­stæð­is­hetja Ís­lend­inga, var fædd­ur á Hrafns­eyri þann 17. júní 1811.

Guðni og Eliza á góðri stundu á EM 2016. Hún verð­ur í Moskvu.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.