HM-hjart­að slær í Moskvu

Fréttablaðið - - FRÉTTIR - kpt

FÓTBOLTI Ís­lenska karla­lands­lið­ið í knatt­spyrnu kom til Moskvu í gær frá æf­inga­búð­um sín­um í Ka­bar­dinka við Svarta­haf­ið. Í há­deg­inu í dag að rúss­nesk­um tíma æfa strák­arn­ir okk­ar á keppn­is­vell­in­um, Spar­tak Sta­di­um, í fyrsta sinn en þar mæta þeir arg­entínska lands­lið­inu á laug­ar­dag­inn. Munu Ar­g­entínu­menn einnig taka eina æf­ingu á leik­vell­in­um en hún hefst klukk­an tíu að stað­ar­tíma.

Þjálf­ar­ar lið­anna og fyr­ir­lið­ar munu síð­an sitja fyr­ir svör­um á blaða­manna­fundi seinna um dag­inn. Æfðu strák­arn­ir okk­ar í Ka­bar­dinka áð­ur en flog­ið var til Moskvu en í sam­tali við fjöl­miðla tóku þeir und­ir að það væri kom­inn ansi mik­ill fiðr­ing­ur fyr­ir leikn­um gegn Li­o­nel Messi og fé­lög­um.

Ferða­lag­ið gekk ekki áfalla­laust fyr­ir sig en tösk­ur Gunn­ars Gylfa­son­ar liðs­stjóra og Sig­urð­ar Sveins Þórð­ar­son­ar, bún­inga­stjóra hjá lands­lið­inu, urðu eft­ir á flug­vell­in­um í Moskvu með fjöl­miðla­tösk­un­um. Fylgdu þær fjöl­miðlat­eym­inu á hótel í mið­borg Moskvu.

Bú­ast má við miklu fjöri hjá ís­lensk­um stuðn­ings­mönn­um sem streyma til Rúss­lands en frá­bær stemm­ing var á göt­um Moskvu eft­ir opn­un­ar­leik­inn í gær. Mátti þar sjá Rússa í bland við að­komu­menn sem sungu langt inn í nótt­ina í hinu mesta bróð­erni. –

FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR

Frá Moskvu.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.