Kvarta und­an her­ferð Fé­lags garð­yrkju­manna

Innn­es hef­ur kvart­að til Neyt­enda­stofu vegna aug­lýs­inga­her­ferð­ar sem ber sam­an inn­flutt og inn­lent græn­meti. Fram­kvæmda­stjóri fé­lags garð­yrkju­manna seg­ir her­ferð­ina hafa átt að vera skemmti­lega. „Ekki all­ir sem hafa húm­or fyr­ir þessu.“

Fréttablaðið - - FRÉTTIR - Sveinn@fretta­bla­did.is

SAMKEPPNISMÁL Innn­es hef­ur sent inn kvört­un til Neyt­enda­stofu vegna aug­lýs­inga­her­ferð­ar Fé­lags garð­yrkju­manna þar sem bor­ið er sam­an inn­flutt græn­meti og inn­lent. Tel­ur Innn­es aug­lýs­ing­arn­ar brjóta í bága við lög um eft­ir­lit með við­skipta­hátt­um og mark­aðs­setn­ingu.

Fé­lag garð­yrkju­manna hóf aug­lýs­inga­her­ferð sína um svip­að leyti og lands­menn sátu límd­ir við sjón­varps­tæk­in upp­tekn­ir af því að horfa á Söngv­akeppni evr­ópskra sjón­varps­stöðva. Aug­lýs­ing­arn­ar vöktu nokkra at­hygli þar sem kona sést ganga í kjör­búð og taka upp inn­flutta ag­úrku. Þeg­ar kon­an bar ag­úrk­una að eyra sínu mátti heyra sturt­að nið­ur úr kló­setti. Síð­ar bar kon­an ís­lenska ag­úrku að eyra sér og heyrði þá í ís­lenskri nátt­úru.

Við þetta er Innn­es ekki sátt. „Þarna er ver­ið að bera sam­an inn­flutt og inn­lent græn­meti og ýj­að að því að allt inn­flutt græn­meti sé rækt­að með óheil­næmu vatni og á versta veg en mik­il gæði séu á bak við það inn­lenda,“seg­ir Magnús Óli Ólafs­son, for­stjóri Innn­ess. „Þeg­ar sam­an­burð­ar­aug­lýs­ing­ar eru ann­ars veg­ar verða menn að hafa rök­stuðn­ing fyr­ir sam­an­burð­in­um. Í þessu dæmi er ekki hægt að benda á neitt.“

Innn­es kaup­ir mik­ið af græn­meti frá Fé­lagi garð­yrkju­manna en flyt­ur einnig inn græn­meti og ávexti. „Við kaup­um inn­lenda fram­leiðslu af því að við vit­um að hún er góð. Einnig flytj­um við inn mik­ið magn frá fram­leið­end­um sem við skoð­um og tök­um út gæð­in hjá,“seg­ir Magnús Óli.

Ef við meg­um ekki hafa húm­or á þá að henda Mið-Íslandi og Ara El­d­járn í fang­elsi? Gunn­laug­ur Karls­son, fram­kvæmda­stjóri Fé­lags garð­yrkju­manna

Gunn­laug­ur Karls­son, fram­kvæmda­stjóri Fé­lags garð­yrkju­manna, seg­ir það hafa kom­ið sér og fé­lag­inu á óvart að kvört­un hafi borist.

„Við lögð­um upp með nokkra lyk­il­þætti sem er að­gengi að hreinu vatni, ná­lægð við mark­að­inn og kol­efn­is­fót­spor mat­væl­anna sem og vinnu­rétt­ar­sjón­ar­mið. Hér eru greidd rétt laun fyr­ir vinn­una,“seg­ir Gunn­laug­ur. „Við vild­um hafa þetta skemmti­legt og húm­or í þessu. En sam­kvæmt þessu hafa ekki all­ir húm­or fyr­ir þessu. Er­um við kom­in á þann stað að ekk­ert megi segja? Við er­um ekki að skaða neinn held­ur að­eins vekja um­ræðu um mik­il­væga þætti.“

Gunn­laug­ur bæt­ir við að húm­or sé nú ekki refsi­verð­ur. „Ef við meg­um ekki hafa húm­or á þá að henda Mið-Íslandi og Ara El­d­járn í fang­elsi?“

SKJÁSKOT/AUGLÝSING FÉ­LAGS GARЭYRKJU­MANNA

Skjáskot úr um­tal­aðri aug­lýs­ingu Fé­lags garð­yrkju­manna. Inn­fluttu græn­meti var ekki gert hátt und­ir höfði.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.