Missti af fyrsta leikn­um á HM

Fréttablaðið - - FRÉTTIR - – gj

HM hófst í gær með leik Rúss­lands gegn Sá­di-Arab­íu, sem fór 5-0.

Fréttablaðið hafði sam­band við rúss­neska sendi­ráð­ið rétt fyr­ir leik til að kanna stemn­ing­una. Sendi­herra Rúss­lands, Ant­on V. Vasí­líj­ev, þurfti að sækja fund og gafst því lít­ið svig­rúm til að fylgj­ast með leikn­um.

„Við verð­um upp­tek­in m.a. við að að­stoða Ís­lend­inga með land­vist­ar­leyfi. Við mun­um því mið­ur ekki hafa tíma til að horfa á fyrsta leik­inn,“sagði Oks­ana Mík­haílova, fjöl­miðla­full­trúi rúss­neska sendi­ráðs­ins í gær. Hún var þó bjart­sýn á að tæki­færi gæf­ist til að horfa á þann næsta.

Ant­on Vasiliev, sendi­herra Rúss­lands

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.