Stærsti skjálfti frá gos­lok­um

Fréttablaðið - - FRÉTTIR - Jhh

JARÐHRÆRINGAR Jarð­skjálfti að stærð 4,1 varð í norð­an­verðri Bárð­ar­bungu laust eft­ir klukk­an eitt í gær. Nokkr­ir minni skjálft­ar fylgdu í kjöl­far­ið á næsta hálf­tím­an­um og voru tveir þeirra yf­ir þrem­ur stig­um. Rétt eft­ir klukk­an þrjú varð ann­ar stór skjálfti á svip­uð­um slóð­um. Hann var 4,9 að stærð og fylgdu hon­um einnig nokkr­ir minni eft­ir­skjálft­ar. Nátt­úru­vár­sér­fræð­ing­ar hjá Veð­ur­stof­unni segja að þessi skjálfti sé stærsti skjálfti í Bárð­ar­bungu frá gos­lok­um ásamt öðr­um skjálfta sömu stærð­ar sem varð 30. janú­ar í ár. Þeir segja eng­in merki sjá­an­leg um gosóróa. –

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.