Rík­issak­sókn­ari höfð­ar mál gegn góð­gerða­sam­tök­um Trumps

Fréttablaðið - - FRÉTTIR - – tg

BANDARÍKIN Rík­issak­sókn­ar­inn í New York-ríki í Banda­ríkj­un­um hef­ur höfð­að mál á hend­ur góð­gerð­ar­sam­tök­um Don­alds Trump, Banda­ríkja­for­seta. Er þess kraf­ist að sam­tök­in verði leyst upp.

Í mál­sókn­inni kem­ur fram að stjórn­end­ur sam­tak­anna hafi nýtt sér stöðu sína til að ýta und­ir eig­in hags­muni, og að þeir hafi þver­brot­ið lög um fjár­mögn­un kosn­inga­bar­áttu Trumps, haft ólög­leg sam­skipti við fram­boð hans. Meint brot eru sögð taka til laga um skattaí­viln­an­ir góð­gerða­sam­taka.

Þannig hafi þau nýtt sam­tök­in til að greiða nið­ur skuld­ir fyr­ir­tækja Trumps og gera upp golf­völl hans. Í lög­um um góða­gerð­ar­sam­tök er skýrt kveð­ið á um að fjár­mun­ir þeirra séu nýtt­ir í góð­gerð­ar­starf, en ekki til per­sónu­legs ávinn­ings stofn­enda þeirra.

Sam­tök­in eiga einnig að hafa átt í meint­um ólög­leg­um sam­skipt­um við for­setafram­boð Trumps með há­um greiðsl­um til fram­boðs­ins. Trump brást strax í kjöl­far­ið við á Twitter og vand­ar Demó­kröt­um ekki kveðj­urn­ar

„Illa þokk­uðu Demó­krat­arn­ir í New York gera hvað sem þeir geta til kæra mig vegna sam­taka sem þén­uðu 18,8 millj­ón­ir doll­ara og styrktu góð­gerð­astarf um 19,2 millj­ón­ir doll­ara. Ég mun ekki ganga í sátt frá mál­inu.“

Sak­sókn­ar­inn Bar­bara Und­erwood seg­ir að brot­in séu víð­tæk en far­ið er fram á að Trump verði bann­að að vera í for­svari fyr­ir sam­tök sem ekki eru rek­in í hagn­að­ar­skyni í New York í að minnsta kosti tíu ár.

Þá fer embætt­ið fram á að Trump greiði fé­bæt­ur upp á 2,8 millj­ón­ir dala, eða það sem nem­ur tæp­lega 300 millj­ón­um króna, hið minnsta og að einni millj­ón í eigu góð­gerða­sam­taka Trumps verði dreift til smærri hjálp­ar­stofn­ana.

NORDICPHOTOS/GETTY

Don­ald Trump fagn­aði 72 ára af­mæli sínu í gær.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.