Stefna að út­gáfu sal­ern­is­skír­tein­is fyr­ir þá sem þjást af iðra­bólg­um

Hags­muna­sam­tök ein­stak­linga með svæð­is­garna­bólgu og sár­aristil­bólgu hafa unn­ið að því und­an­far­ið að gefa út skír­teini fyr­ir fé­lags­menn sína. Skír­tein­ið er að er­lendri fyr­ir­mynd og myndi veita að­gang að sal­ern­um hvar sem er. Embætti land­lækn­is seg­ir það sj

Fréttablaðið - - FRÉTTIR - Joli@fretta­bla­did.is

HEILBRIGÐISMÁL CCU-sam­tök­in, hags­muna­sam­tök ein­stak­linga með svæð­is­garna­bólgu (e. Crohn’s) og sár­aristil­bólgu (colit­is ulcerosa) vinna nú að út­gáfu sal­ern­is­skír­teina fyr­ir fólk með sjúk­dóm­inn. Að sögn for­manns sam­tak­anna er gerð skír­tein­anna lít­ið mál en kynn­ing­ar­starf vegna þeirra sé tíma­frek­ara. Minnst 400 ein­stak­ling­ar eru með sjúk­dóm­ana hér á landi.

Sjúk­dóm­arn­ir lýsa sér með bólg­um í ristli eða þörm­um og er hvim­leið­asta birt­ing­ar­mynd hans skyndi­leg hvellskita. Oft er þrekk­ur­inn bland­að­ur blóði eða greftri sem mynd­ast vegna bólgn­anna. Önn­ur ein­kenni geta ver­ið mátt­leysi, hiti og maga­verk­ir.

Fréttablaðið sagði í gær frá reynslu manns með sár­aristil­bólgu af versl­un­ar­ferð í Krón­una í upp­hafi vik­unn­ar. Þar gerði sjúk­dóm­ur­inn skyndi­lega vart við sig og gat út­kom­an að­eins orð­ið á einn veg eft­ir að starfs­mað­ur versl­un­ar­inn­ar neit­aði hon­um um notk­un á sal­ern­inu.

„Þetta er alls ekki eina til­vik­ið sem við vit­um um og við vit­um ör­ugg­lega ekki um öll til­vik­in,“seg­ir Edda Svavars­dótt­ir, formað­ur CCU­sam­tak­anna.

Ekki er alltaf um það að ræða að ein­stak­lingi sé neit­að um að­gang að kló­setti held­ur get­ur það einnig gerst að hann hrein­lega drífi ekki á al­menn­ings­sal­erni. Mað­ur­inn sem Fréttablaðið ræddi við mælt­ist til þess að stjórn­völd gæfu út kort fyr­ir fólk í þess­ari stöðu sem myndi veita því að­gang að sal­ern­um. Í svari Embætt­is land­lækn­is við því hvort slíkt væri fyr­ir­hug­að seg­ir að svo sé ekki.

„Ég sagði starf­andi sótt­varna­lækni, Har­aldi Briem, frá fyr­ir­spurn­inni og hann hef­ur aldrei heyrt um slíkt skír­teini og tel­ur það sjálf­sögð rétt­indi fólks að fá að fara á kló­sett á al­menn­ings­stöð­um ef það ósk­ar þess, hvað þá í neyð, og eigi ekki að þurfa skír­teini til,“seg­ir í svari Hall­dóru Við­ars­dótt­ur, að­stoð­ar­manns land­lækn­is.

„Við höf­um ver­ið með slík kort í vinnslu í nokk­urn tíma. Stund­um hef­ur fólk ekki tíma til að standa í löng­um út­skýr­ing­um um sjúk­dóm­inn og því er­um við að fara af stað með þau,“seg­ir Edda.

Fram­kvæmd­in er að er­lendri fyr­ir­mynd. Meira þurfi hins veg­ar að koma til. Funda þurfi með rekstr­ar­að­il­um, kynna þeim kort­ið og tryggja að starfs­fólk á gólfi þekki til þess. Kort­ið yrði til lít­ils ef eng­inn vissi fyr­ir hvað það stæði. Stefnt er að því að þetta verði gert eins fljótt og tími og fjár­hag­ur leyfi.

„Það ætti að vera sjálfsagt mál að fólk fái að fara á kló­sett­ið. Það er eng­inn að gera sér þetta að leik,“seg­ir Edda.

„Manni finnst það baga­legt að fólki sé ekki hleypt á sal­erni í versl­un­um. Það hlýt­ur að vera ástæða fyr­ir því að fólk bið­ur um þetta,“seg­ir Þuríð­ur Harpa Sig­urð­ar- dótt­ir, formað­ur Ör­yrkja­banda­lags Ís­lands.

Þuríð­ur tel­ur mögu­legt að við­mót versl­un­ar­eig­enda hafi breyst með aukn­um straumi ferða­manna til lands­ins. Það sé þó að­eins byggt á til­finn­ingu en ekki ít­ar­legri rann­sókn.

„Ég myndi ekki vilja vera þessi til­tekni starfs­mað­ur sem neit­ar mann­eskju um að fara á kló­sett. Þetta er eitt­hvað sem versl­un­ar­eig­end­ur ættu að huga að og upp­lýsa starfs­fólk sitt um hvernig skuli bregð­ast við í að­stæð­um sem þess­um,“seg­ir Þuríð­ur.

NORDICPHOTOS/GETTY

Að minnsta kosti 400 ein­stak­ling­ar eru með Crohn’s eða sár­aristil­bólgu hér á landi.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.