Verðmun­ur á mat mik­ill

Fréttablaðið - - FRÉTTIR - – tg

KJARAMÁL Mun­ur á hæsta og lægsta verði í mat­vöru­versl­un­um reynd­ist mest­ur 40 pró­sent í verð­könn­un ASÍ. Ice­land var oft­ast með hæsta verð­ið, eða í 35 til­vik­um af 100. Hag­kaup var næ­stoft­ast með hæsta verð­ið eða í 21 skipti. Bón­us var í 63 til­fell­um af 100 með lægsta verð­ið. Könn­un­in var fram­kvæmd í átta stærstu versl­un­um lands­ins

Sam­an­burð­ur á lít­illi vörukörfu með 12 vör­um sýn­ir að spara má 3.108 krón­ur með því að versla í Bón­us í stað Ice­land. Vörukarfa þessi inni­held­ur vör­ur eins og brauð, djús, kjöt­boll­ur, Cheer­i­os og þvotta­efni en vör­urn­ar eru 13 tals­ins. Nið­ur­stöð­urn­ar eru slá­andi að mati ASÍ og þær sýna gríð­ar­leg­an verðmun á flest­um vör­um.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.