Ís­hella Suð­ur­skauts­lands­ins bráðn­ar hratt

Fréttablaðið - - FRÉTTIR - – tg

LOFTSLAGSMÁL Ís­hella Suð­ur­skauts­lands­ins bráðn­ar nú þrisvar sinn­um hrað­ar held­ur en hún gerði ár­ið 2007. Þetta kem­ur fram í skýrslu vís­inda­manna sem draga upp held­ur dökka mynd af stöð­unni.

Þró­un­in á bráðn­un­inni frá 1992 til 2017 hef­ur væg­ast sagt ver­ið mjög hröð.

Milli ár­anna 1992 til 1997 bráðn­uðu 49 millj­arð­ar tonna af ís­hellu Suð­ur­skauts­lands­ins á ári. Á ár­un­um 2002 til 2007 var tal­an kom­in upp í 73 millj­arða tonna ár­lega. Frá 2012 til 2017 tók bráðn­un­in mik­inn kipp og er kom­in í 219 millj­arða tonna ár­lega og yf­ir­borð sjáv­ar hækk­ar um hálf­an milli­metra ár­lega af þess­um sök­um.

Milli 60 og 90 pró­sent alls ferskvatns er fros­ið á Suð­ur­skautsland­inu. Til að setja það í sam­hengi myndi yf­ir­borð sjáv­ar hækka um 58 metra ef það bráðn­aði allt. Allt þetta ger­ist þó yf­ir lang­an tíma, vís­inda­menn gera ráð fyr­ir að bráðn­un­in geri það að verk­um að yf­ir­borð sjáv­ar muni hækka um 15 senti­metra fyr­ir ár­ið 2100. Þess­ar nið­ur­stöð­ur vís­inda­mann­anna sýna fram á mun hrað­ari bráðn­un held­ur en fyrri rann­sókn­ir gerðu.

„Í kring­um Brook­lyn kem­ur flóð svona einu sinni á ári en ef yf­ir­borð sjáv­ar hækk­ar um 15 cm þá mun það ger­ast 20 sinn­um á ári, “seg­ir Andrew Shepherd, pró­fess­or og einn rann­sókn­ar­höf­unda, í sam­tali við New York Ti­mes.

Ef þessi þró­un held­ur áfram er ljóst að tím­inn er að verða naum­ur til að bregð­ast við lofts­lags­breyt­ing­um og vís­inda­menn­irn­ir telja að þetta gefi borg­um og bæj­um sem standa lágt minni tíma til að und­ir­búa sig en von­ast var eft­ir.

NORDICPHOTOS/GETTY

Suð­ur­skautsland­ið.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.