Þraut­seig plága, þessi spænska spill­ing

Spænski Lýð­flokk­ur­inn hef­ur hrökklast frá völd­um. Flokk­ur­inn var dæmd­ur og svart bók­hald hans af­hjúp­að. Jón Sig­urð­ur Eyj­ólfs­son á Spáni seg­ir frá því hvernig dóm­stól­ar og þing kenndu Lýð­flokkn­um lex­íu og spyr hvort kjós­end­ur muni gera það sama.

Fréttablaðið - - FRÉTTIR - Jón Sig­urð­ur Eyj­ólfs­son jon­sig­ur­d­ur@fretta­bla­did.is

Ca­so Gurtel eða Gyrð­is­mál­ið af­hjúp­aði svika­myllu Lýð­flokks­ins sem með mút­um, fjár­svik­um og rupli úr al­manna­sjóð­um hafði um 120 millj­arða króna upp úr krafs­inu. Rann­sókn­in hófst ár­ið 2007 en það er fyrst nú sem flokk­ur­inn er lát­inn gjalda fyr­ir af­glöp sín. Hví er svona erfitt að upp­ræta spill­ingu sem ligg­ur ljós fyr­ir? Jú, það eru mörg ljón í veg­in­um.

Rétt­ar­kerf­ið

Þrem­ur ár­um eft­ir að Baltas­ar Garzón hóf rann­sókn­ina var hann svipt­ur lög­manns­rétt­ind­um á Spáni fyr­ir að taka upp sam­ræð­ur sak­born­inga í máli sem sneri að glæp­um í stjórn­ar­tíð Fr­ancos ein­ræð­is­herra. Þessi hent­uga út­legð Baltas­ars er ekki eini grun­ur­inn um inn­grip stjórn­mála­manna í mál­ið.

Til dæm­is hef­ur for­seti rétt­ar­ins, Áng­el Hurta­do, þótt ákaf­lega lið­leg­ur við sak­born­inga. Hann var mót­fall­inn því að Mariano Rajoy for­sæt­is­ráð­herra yrði dreg­inn fyr­ir rétt og ávít­aði dóm­ara margsinn­is fyr­ir að ganga hart að hon­um í yf­ir­heyrslu og tryggði Rajoy þannig þægi­lega silki­hanska­með­ferð. Hann komst upp með að svara með mark­leysu þeg­ar hann var spurð­ur út í skila­boð­in sem hann sendi Barcen­as, fjár­hirði flokks­ins, þeg­ar bú­ið var að taka hann fast­an. Í skila­boð­un­um sagði Rajoy: „Við ger­um allt hvað við get­um,“og stapp­aði í hann stál­inu.

Það kom ekki á óvart að Áng­el Hurta­do skil­aði séráliti þar sem hann sá ekk­ert sak­næmt við störf Lýð­flokks­ins.

Þing­ið

Þetta hef­ur einnig ver­ið þraut­in þyngri í þing­inu. Podemos, sem er nýr vinstri­flokk­ur, lagði fram van­traust­stil­lögu fyr­ir um ári. Ekki fékkst nægi­leg­ur stuðn­ing­ur við hana, reynd­ar var það nið­ur­lægj­andi fyr­ir Podemos hversu lít­inn stuðn­ing og hljóm­grunn flokk­ur­inn fékk.

Það var því ekki á vís­an að róa hjá Pedro Sanchez, for­manni Sósí­al­ista­flokks­ins, þeg­ar hann end­ur­tók leik­inn nú í síð­asta mán­uði. Áð­ur hafði hann þurft að segja af sér sem formað­ur fyr­ir að óhlýðn­ast elítu Sósí­al­ista­flokks­ins þeg­ar hann harð­neit­aði að veita Lýð­flokkn­um braut­ar­gengi við að mynda minni­hluta­stjórn. Þrátt fyr­ir þá nið­ur­læg­ingu bauð hann sig fram á nýj­an leik og vann for­mannsslag­inn.

Borg­ara­flokk­ur­inn, sem er nýr hægri­flokk­ur, veitti hon­um ekki stuðn­ing við van­traust­stil­lög­una en það gerðu hins veg­ar Ba­sk­ar og sjálfs­stæð­issinn­ar í Ka­talón­íu. Þyk­ir mörg­um glæfra­legt að taka þeim liðsstuðn­ingi því eitt­hvað munu þeir vilja fyr­ir sinn snúð og öll eft­ir­láts­semi við þjóð­ern­is­sinn­aða Ka­talón­íu­menn er eit­ur í bein­um flestra kjós­enda.

En með þess­um stuðn­ingi tókst að fella stjórn Lýð­flokks­ins og koma á lagg­irn­ar femín­ískri jafn­að­ar­stjórn þar sem kon­ur verma ell­efu af sautján ráð­herra­stól­um. En þetta verð­ur ekki rós­um stráð­ur veg­ur. Nú strax hef­ur einn ráð­herra sagt af sér út af gömlu skatta­laga­broti. Stjórn­in verð­ur líka að hafa hrað­ar hend­ur því henni er uppálagt að boða fljót­lega til kosn­inga.

Kjós­end­ur

En hvernig má það vera að Lýð­flokk­ur­inn, sem síð­asta ára­tug hef­ur ver­ið viðrið­inn stór­vægi­leg spill­ing­ar­mál, hef­ur unn­ið síð­ustu þrenn­ar þing­kosn­ing­ar? Náði hann að sann­færa kjós­end­ur um að þarna væru á ferð­inni ein­stök og að­skil­in mál sem nokkr­ir svart­ir sauð­ir hafi vél­að um á laun? Nei, því um­fang mál­anna er svo mik­ið að það nálg­ast árs út­gjöld spænska rík­is­ins til eft­ir­launa. Það ligg­ur því í aug­um uppi að þetta var ekk­ert puk­ur held­ur skipu­lögð starf­semi.

dæmd­ur fyr­ir þátt­tök­una

fyrr­ver­andi ráð­herra og þing­kona flokks­ins, dæmd til fjár­sekt­ar.

Náði flokk­ur­inn kannski að sann­færa kjós­end­ur um að all­ir stjórn­mála­menn væru spillt­ir, sama hvaða flokk þeir fylla? Hann gat jú bent á Sósí­al­ista­flokk­inn en sum­ir frammá­menn hans hafa ver­ið ákærð­ir fyr­ir spill­ing­ar­mál.

Þar á með­al er hið of­ur­vaxna ERE­mál þar sem 150 millj­arð­ar króna, sem áttu að fara til að mæta sam­drætti og at­vinnu­leysi, villt­ust af Dóm­ur­inn er heild sinni. 90 pró­sent fjár­ins. Þar við má bæta að ný­ir flokk­ar hafa kom­ist til valda til dæm­is í Ma­dríd og Barcelona og þrátt fyr­ir að leita log­andi ljósi að mis­ferli í þeirra stjórn­ar­fari hef­ur Lýð­flokks­mönn­um enn ekki tek­ist að finna maðk í mysu þeirra.

Fjöl­miðl­ar

Hef­ur flokkn­um tek­ist að slá ryki í augu kjós­enda með að­stoð fjöl­miðla? Það er al­kunna að stjórn spænska rík­is­sjón­varps­ins leggst ávallt á sveif með rík­is­stjórn­inni svo flokk­ur­inn kom ávallt vel út í kvöld­frétt­un­um. Starfs­fólk hef­ur meira að segja mót­mælt því sem það kall­aði „yf­ir­töku“Lýð­flokks­ins á starfs­vett­vangi þeirra. All­ir sjón­varps­frétta­menn henn­ar, nema reynd­ar einn, tóku sig til og mættu svart­klædd­ir í út­send­ingu í apríllok til að láta í ljós van­þókn­un sína.

Lýð­flokk­ur­inn hef­ur einnig á sín­um snær­um aðr­ar sjón­varps­stöðv­ar, út­varps­stöðv­ar og dag­blöð sem tala þeirra máli. Það er kannski þess vegna sem formað­ur flokks­ins er nær aldrei spurð­ur út í spill­ing­ar­mál flokks­ins nema þá þeg­ar er­lend­ir blaða­menn ger­ast svo óforskamm­að­ir.

En ekk­ert af þessu ætti þó að duga til að afmá spill­ing­ar­mál­in úr vit­und kjós­enda.

Eru þjóf­ar trausts­ins verð­ir?

Það gæti því ver­ið að spænski blaða­mað­ur­inn Iker Ar­mentia hafi rétt fyr­ir sér þeg­ar hann held­ur því fram að fylgj­end­ur Lýð­flokks­ins séu ekki illa upp­lýst­ir held­ur hrein­lega til í að sjá í gegn­um fing­ur sér þeg­ar kem­ur að spill­ingu.

Það kann að hljóma und­ar­lega því sam­kvæmt könn­un Fé­lags­fræði­stofn­un­ar Spán­ar (CIS) er spill­ing­in það fyr­ir­bæri sem lands­menn hafa mest­ar áhyggj­ur af næst á eft­ir at­vinnu­leys­inu.

Iker Ar­mentia held­ur því fram að aðr­ir þætt­ir vegi hins veg­ar þyngra eins og til dæm­is efna­hags­staða – efna­mönn­um finnst nefni­lega auð­veld­ara að ávaxta sitt pund und­ir stjórn Lýð­flokks­ins – trú­arsann­fær­ing, en kirkj­an er í há­veg­um hjá flokkn­um, og þjóð­ernis­kennd því fá­ir vilja ganga jafn hart fram gegn „sund­urlið­un­um“í Ka­talón­íu.

Eft­ir mik­il átök hafa rétt­ar­kerf­ið og þing­ið gef­ið þau skila­boð að svika­mylla sem þessi verði ekki lið­in. En þeir sem veittu Pedro Sanchez stuðn­ing við van­traust­stil­lög­una fara fram á kosn­ing­ar fljót­lega og þá kem­ur í ljós hvað kjós­end­ur hafa um mál­ið að segja.

FRÉTTABLAÐIÐ/EPA

Mariano Rajoy, formað­ur Lýð­flokks­ins og fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.