Loka­hnykk­ur­inn

Fréttablaðið - - SKOÐUN - Hörð­ur Æg­is­son hor­d­ur@fretta­bla­did.is

Ífyrsta sinn frá því að allt fjár­mála­kerf­ið hrundi fyr­ir tíu ár­um er ís­lensk­ur banki á leið á hluta­bréfa­mark­að. Þeg­ar Ari­on banki verð­ur skráð­ur á mark­að á Íslandi og í Sví­þjóð í dag, föstu­dag, mun bank­inn verða næst­stærsta fyr­ir­tæk­ið í Kaup­höll­inni – að­eins Mar­el er stærra – með mark­aðsvirði upp á um 135 millj­arða. Skrán­ing bank­ans mark­ar upp­haf­ið að loka­hnykkn­um í end­ur­reisn ís­lensks fjár­mála­kerf­is. Eign­ar­hald á bönk­un­um mun á kom­andi ár­um fær­ast úr hönd­um slita­búa og rík­is­ins til virkra hlut­hafa, er­lendra sem og inn­lendra fag­fjár­festa. Það er í senn tíma­bært og æski­legt.

Fyr­ir ligg­ur að Kaupþing og vog­un­ar­sjóð­ur­inn Attestor Capital selja við skrán­ing­una um­tals­verð­an hlut í Ari­on banka á geng­inu 0,67 fyr­ir hverja krónu af eig­in fé. Það er lægra verð en vænt­ing­ar höfðu áð­ur ver­ið um – með­al­verð á vel rekn­um nor­ræn­um bönk­um er til sam­an­burð­ar um 1,3 með til­liti til eig­in fjár – og það þýð­ir jafn­framt að stöð­ug­leikafram­lag Kaupþings til rík­is­ins verð­ur af þeim sök­um minna en ella. Sú nið­ur­staða þarf þó ekki að koma mjög á óvart, allra síst stjórn­völd­um, enda hef­ur sú póli­tíska stefna ver­ið mörk­uð að ís­lensk­ir bank­ar skuli greiða marg­falt hærri op­in­ber­ar álög­ur en þekk­ist al­mennt hjá bönk­um í okk­ar ná­granna­ríkj­um. Af­leið­ing þessa birt­ist í óvið­un­andi arð­semi sem aft­ur skil­ar sér í því að fjár­fest­ar kaupa ekki í bönk­um nema þeir fái um­tals­verð­an af­slátt. Út­boð og skrán­ing Ari­on banka, þar sem bjóða þurfti fjár­fest­um upp á af­ar hag­stætt verð til að fá þá að borð­inu, und­ir­strik­ar þenn­an raun­veru­leika.

Það er því í besta falli til marks um mis­skiln­ing eða van­þekk­ingu þeg­ar því er hald­ið fram af sum­um þing­mönn­um að ver­ið sé að selja hluta­bréf­in á und­ir­verði í sömu andrá og þeir hinir sömu gagn­rýna rík­is­stjórn­ina fyr­ir áform um að lækka banka­skatt­inn í skref­um 2020 til 2023. Hér fer ekki sam­an hljóð og mynd. Ljóst er að skatt­ur­inn, sem leggst á heild­ar­skuld­ir fjár­mála­fyr­ir­tækja, ásamt öðr­um sér­tæk­um skött­um – þeir nema sam­tals um 14 millj­örð­um á þessu ári – hef­ur af­ar nei­kvæð áhrif á af­komu bank­anna. Arð­semi Ari­on í fyrra, sem var nán­ast á pari við ávöxt­un af áhættu­laus­um rík­is­skulda­bréf­um, hefði þannig ver­ið um 20 pró­sent­um hærri ef ekki væri fyr­ir hina sér­tæku skatt­lagn­ingu. Við þetta bæt­ist að Ís­lend­ing­ar hafa geng­ið þjóða hvað lengst við inn­leið­ingu á sér­stök­um eig­in­fjárauk­um ásamt því að beita meira íþyngj­andi að­ferð­um við út­reikn­inga á áhættu­vog­um til að meta eig­in­fjár­þörf bank­anna. Nið­ur­stað­an af þessu öllu sam­an er dýr­asta banka­kerfi í Evr­ópu með til­heyr­andi aukn­um fjár­mögn­un­ar­kostn­aði heim­ila og fyr­ir­tækja og minni fram­leiðni.

Það er yf­ir­lýst stefna stjórn­valda að selja hluti rík­is­ins í Lands­bank­an­um og Ís­lands­banka. Vænt­ing­ar eru um að fyrstu skref­in verði tek­in á næsta ári og þar hlýt­ur ætl­un­in að vera sú að skatt­greið­end­ur, sem eiga þessa banka, fái sem hæst verð fyr­ir þær eign­ir. Verð­lagn­ing á Ari­on banka í ný­af­stöðnu út­boði er hins veg­ar áminn­ing um að það sé rétt­ast að stilla slík­um vænt­ing­um í hóf. Rík­ið get­ur nefni­lega ekki bæði átt kök­una og borð­að hana.

Verð­lagn­ing á Ari­on banka í ný­a­stöðnu út­boði er áminn­ing um að það sé rétt­ast að stilla vænt­ing­um í hóf.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.