Ný byggða­áætl­un

Fréttablaðið - - SKOÐUN - Sig­urð­ur Ingi Jó­hanns­son sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráð­herra

Al­þingi sam­þykkti þann 11. júní síð­ast­lið­inn þings­álykt­un um stefnu­mót­andi byggða­áætl­un til sjö ára. Í mín­um huga er hér um tíma­móta­skjal að ræða sem vert er að fagna. Áætl­un­in er af­urð af víð­tæku sam­ráði um allt land. Ég ýtti verk­efn­inu form­lega úr vör sem byggða­mála­ráð­herra í at­vinnu­vega- og ný­sköp­un­ar­ráðu­neyt­inu í mars 2016. Drög að áætl­un voru kynnt í rík­is­stjórn í janú­ar 2017 en nauð­syn­legt reynd­ist að þróa hana áfram og var það gert í nánu sam­starfi við ýmsa að­ila, m.a. Sam­band ís­lenskra sveit­ar­fé­laga. Sú góða vinna hef­ur nú leitt til þeirr­ar far­sælu nið­ur­stöðu sem byggða­áætl­un 2018 til 2024 er.

Byggða­áætl­un er í fyrsta skipti lögð fram með skýr­um og mæl­an­leg­um mark­mið­um. Markmið stjórn­valda í byggða­mál­um eru að jafna að­gengi að þjón­ustu, jafna tæki­færi til at­vinnu og stuðla að sjálf­bærri þró­un byggða um allt land. Með­al mæli­kvarða sem stuðst verð­ur við eru hlut­fall heim­ila og fyr­ir­tækja í dreif­býli með að­gang að ljós­leið­ara­teng­ingu og hlut­fall íbúa sem eru í inn­an við 30 kíló­metra fjar­lægð frá heilsu­gæslu­stöð, grunn­skóla og dag­vöru­versl­un. Við sem vinn­um að fram­kvæmd og eft­ir­fylgni áætl­un­ar­inn­ar sem og aðr­ir hafa því skýra mæli­stiku fyr­ir því hvernig okk­ur mið­ar áfram í að þróa byggð og bú­setu hér á landi á já­kvæð­an og sjálf­bær­an hátt.

Að­gerð­ir áætl­un­ar­inn­ar eru 54 og bera ein­stök ráðu­neyti og stofn­an­ir ábyrgð á fram­kvæmd þeirra. Með­al að­gerða sem unn­ið verð­ur að á tíma­bil­inu er gerð þjón­ustu­korts sem sýni með mynd­ræn­um hætti að­gengi lands­manna að þjón­ustu hins op­in­bera og einka­að­ila. Við lok verk­efn­is liggi fyr­ir gagna­grunn­ur sem hægt verði að nýta til frek­ari stefnu­mörk­un­ar og mót­un­ar að­gerða­áætl­un­ar í byggða­mál­um. Þá verð­ur með fjar­heil­brigð­is­þjón­ustu leit­ast við að jafna að­gengi al­menn­ings að al­mennri og sér­hæfðri heil­brigð­is­þjón­ustu, svo sem lækn­um, hjúkr­un­ar­fræð­ing­um, ljós­mæðr­um, sál­fræð­ing­um og tal­meina­fræð­ing­um.

Ég vil nota þetta tæki­færi til að þakka öll­um þeim sem lagt hafa hönd á plóg við mót­un nýrr­ar byggða­áætl­un­ar.

Byggða­áætl­un er í fyrsta skipti lögð fram með skýr­um og mæl­an­leg­um mark­mið­um.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.