Frá degi til dags

Fréttablaðið - - SKOÐUN - Thor­ar­inn@fretta­bla­did.is

Af­leik­ur í Eyj­um

Öss­ur Skarp­héð­ins­son, örv­um glað­ur fyrr­ver­andi formað­ur Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, grein­ir klofn­ing Sjálf­stæð­is­flokks­ins í Vest­manna­eyj­um á Face­book út frá póli­tísk­um sjálfs­mörk­um fallna bæj­ar­stjór­ans, Ell­iða Vign­is­son­ar. „Í ósigri halda þeir stjórn­mála­menn lífi sem sýna æðru­leysi, gef­ast ekki upp, og láta nægja að gráta eina nótt. Svo rísa þeir upp með morg­un­sól­inni og gera nýtt plan. Þeir sem ætla að halda áfram í stjórn­mál­um fara ekki í hefnd­ar­leið­ang­ur,“skrif­ar Öss­ur og bend­ir á að að­eins ógæfa geti fylgt því að kalla yf­ir sig reiði Páls Magnús­son­ar.

Sér gref­ur póli­tíska gröf …

„Páll er ætt­stór, vin­marg­ur, og á glæsta fjöl­skyldu­sögu í Eyj­um. Hann er í upp­eldi sem arftaki Davíðs á rit­stjóra­stóli, og hef­ur pass­að upp á að vera sæ­greifa­meg­in í líf­inu. Sæ­greif­arn­ir eiga nátt­úr­lega Mogg­ann með skag­firska efna­hags­svæð­inu. Elliði gæti lent í því að hafa bæði Pálslið­ið dýrvit­laust á móti sér og Mogg­ann í öðru liði þeg­ar kem­ur í næsta slag,“seg­ir Öss­ur. „Elliði, víga­mað­ur úr Eyj­um sem féll í heima­til­búna póli­tíska gröf, brýt­ur all­ar þess­ar regl­ur. Hann mak­ar spæl­ing­unni yf­ir allt um­hverf­ið, og dreg­ur úr mögu­leik­um á end­ur­komu með því að siga heima­varn­ar­lið­inu á Pál Magnús­son.“

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.