Hæ hó jibbi jei og jibbí jó jibbi jei

Fréttablaðið - - SKOÐUN - Þórlind­ur Kjart­ans­son

Ég vakn­aði ringl­að­ur einn morg­un í vik­unni eft­ir að hafa dreymt furðu­lega. Mig dreymdi að Ís­land væri að fara að keppa við Ar­g­entínu á HM í fót­bolta og að Denn­is Rodm­an væri kom­inn til Singa­púr, í sér­stöku boði ra­f­ræns kanna­bis­gjald­mið­ils, til þess að vera við­stadd­ur leið­toga­fund Don­alds Trump og Kim Jong-un. En þetta var víst eng­inn draum­ur held­ur frétta­yf­ir­lit dags­ins.

Það eru auð­vit­að deild­ar mein­ing­ar um það hver stjórni í þess­um heimi; en það mætti halda að hand­rits­höf­und­ur ver­ald­ar­sög­unn­ar sé dott­inn í sama pytt og höf­und­ar serí­unn­ar Lost á sín­um tíma, þar sem sögu­þráð­ur­inn varð sí­fellt geggj­aðri og per­són­urn­ar stöð­ugt ótrú­verð­ugri eft­ir því sem á leið.

Svo leit ég út um glugg­ann og sá að regndrop­arn­ir sem börðu á rúð­unni voru sjón­ar­mun frá því að krist­all­ast í slyddu­kennda snjó­komu. En það hlýn­aði eft­ir því sem leið á dag­inn og hita­stig­ið komst langt yf­ir fimm gráð­ur áð­ur en það byrj­aði að kólna aft­ur. Samt eru marg­ar hús­mæð­ur í Vest­ur­bæn­um lík­lega farn­ar að sjá eft­ir því að hafa í maí­byrj­un keyrt á Vol­vo jepp­un­um sín­um út í Rauða kross til að losa skáp­ana und­an Paratroo­pers úlp­un­um. Verð­ur þetta ár­ið þar sem ekk­ert sum­ar kem­ur yf­ir sæ­inn og ekk­ert sól­skin ljóm­ar um bæ­inn?

Su­mar­kvöld­in fjög­ur

Að sjálf­sögðu er sum­ar­leys­ið far­ið að hafa áhrif á sam­eig­in­legt geðlag þjóð­ar­inn­ar. Í vik­unni gengu ým­is af­brigði af sama brand­ar­an­um á mikl­um hraða um allt in­ter­net­ið: Það er spáð 18 stiga hita í Reykja­vík um helg­ina, tíu stig­um á laug­ar­dag og átta á sunnu­dag.

Ís­lend­ing­ar eru orðn­ir ansi hreint þreytt­ir á því að bíða eft­ir því að það ræt­ist úr veðr­inu og sumar­ið láti á sér kræla. Þetta er líka stærsti ókost­ur­inn við að búa á Íslandi. Það er nefni­lega óhætt að segja að við bú­um á mörk­um hins byggi­lega heims—og það má jafn­vel deila um hvor­um meg­in við mörk­in við er­um. Lang­tímaspár Veð­ur­stof­unn­ar eru farn­ar að líkj­ast grun­sam­lega öðr­um ill­kvittn­um in­ter­net­brand­ara sem var dreift fyr­ir nokkr­um vik­um þar sem gert var ráð fyr­ir að í Reykja­vík sæ­ist ekki til sól­ar nema einn dag í júní og að hita­stig­ið héld­ist kirfi­lega und­ir tveggja stafa töl­um. Til ham­ingju Ís­land.

En það er víst satt að á morg­un kepp­ir Ís­land í fyrsta skipti á HM í fót­bolta og á sunnu­dag­inn er þjóð­há­tíð­ar­dag­ur­inn þeg­ar við reyn­um að fyll­ast þakk­læti yf­ir þeirri gæfu að búa á þess­um veð­ur­barða Norð­urAtlants­haf­skletti með okk­ar eig­ið tungu­mál, menn­ingu, æv­in­týra­gj­an gjald­mið­il og sér­ís­lenska blöndu af mik­il­mennsku­brjál­æði og minni­mátt­ar­kennd. Og svo má ekki gleyma bless­uðu fá­menn­inu sem ger­ir jafn­vel merki­leg­asta fólki ill­mögu­legt að vera mjög merki­legt með sig.

Ekki þvæl­ast fyr­ir

Þeg­ar for­set­ar og ráð­herr­ar stór­þjóða fara á milli staða í heima­lönd­um sín­um er það gjarn­an gert með mik­illi fyr­ir­höfn og bram­bolti. Ferða­lög Don­alds Trump frá Washingt­on til Flórída kosta til dæm­is millj­ón­ir doll­ara og þeg­ar hann þarf að nota göt­urn­ar þá skulu al­menn­ir borg­ara gera sig sæla með að bíða þol­in­móð­ir eft­ir að bryn­vörð bíla­lest­in bruni fram hjá. Og þetta gild­ir ekki bara um Trump, því í for­seta­tíð Baracks Obama eru tvö dæmi um að um­ferð­ar­taf­ir hafi ver­ið svo mikl­ar vegna ferða­lags for­set­ans að kon­ur í barnsnauð hafi orð­ið létt­ari í far­þega­sæt­um bíla sinna en ekki ver­ið hleypt á sjúkra­hús.

Þessu er nokk­uð öðru­vísi far­ið hér á landi. Þetta get ég vott­að, því í þess­ari viku var ég á gangi með­fram fá­far­inni götu í Reykja­vík og sé að á móti mér kem­ur ung kona að­víf­andi á dá­góð­um skokk­hraða eft­ir miðri göt­unni. Hún var klædd í hefð­bund­inn keppn­is­leg­an hlaupa- galla, með hvít heyrn­ar­tól hang­andi úr eyr­un­um. Þótt hún hafi reynd­ar hlaup­ið nokk­uð rösk­lega þá fannst öku­manni bíls­ins fyr­ir aft­an það ekki nóg og lá á flaut­unni þang­að til hann náði loks­ins at­hygli hlaup­ar­ans. Hún leit snöggt við, vink­aði og stökk fim­lega upp á gang­stétt svo bíll­inn gæti kom­ist fram hjá. Bíll­inn brun­aði áfram sína leið, og for­sæt­is­ráð­herra ís­lensku þjóð­ar­inn­ar hélt áfram síð­deg­is­skokki sínu, full­kom­lega óáreitt og í eig­in heimi með hvítu heyrn­ar­tól­in hang­andi eyr­un­um, ef­laust hugsi yf­ir að hafa ver­ið skömm­uð fyr­ir að þvæl­ast fyr­ir bílaum­ferð­inni. En öku­mað­ur bíls­ins hef­ur getað muldr­að fyr­ir munni sér ein­hverja romsu um þetta unga fólk í dag.

Ef við skipt­um út Katrínu Jak­obs­dótt­ur fyr­ir Don­ald Trump, þá hefði þessi at­burða­rás pass­að ágæt­lega inn í súr­realíska draum­inn um Denn­is Rodm­an og kanna­bis­mynt­ina.

Fyr­ir­gef­um veðr­átt­una

Við höf­um það ekki slæmt á þessu skeri. Lík­lega er óhætt að full­yrða að í allri ver­ald­ar­sög­unni séu fá dæmi um ann­an eins for­rétt­inda­hóp og okk­ur.

Um all­an heim er lit­ið til Ís­lands með öf­und­ar- og að­dá­un­ar­aug­um, og nú um helg­ina munu millj­ón­ir manna halda í ein­lægni með hinu ótrú­lega ís­lenska knatt­spyrnu­lands­liði, þar sem það mæt­ir í hlut­verki Davíðs gegn Golí­at. Og hvernig sem það fer allt sam­an, þá á Ís­land marg­fald­lega skil­ið að við fyr­ir­gef­um því veðr­átt­una.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.