Gest­gjaf­arn­ir fara vel af stað

Fréttablaðið - - SPORT -

Heims­meist­ara­mót­ið í knatt­spyrnu karla hófst í gær með leik Rúss­lands og Sá­di-Arab­íu á Luzhniki-leik­vang­in­um í Moskvu. Opn­un­ar­leik­ur móts­ins var leik­ur á milli þeirra liða sem eru neðst eru á styrk­leikalista FIFA af þeim lið­um sem taka þátt í mót­inu að þessu sinni.

Rúss­ar fóru með sig­ur af hólmi í leikn­um með fimm mörk­um gegn engu. Það voru Yuri Gaz­in­skiy, Den­is Cherys­hev og Artem Dzyuba sem skor­uðu mörk Rúss­lands í leikn­um.

Cherys­hev skor­aði tvö marka rúss­neska liðs­ins, en hann hafði ný­kom­ið inn á sem vara­mað­ur fyr­ir Al­an Dzagoev sem þurfti að yf­ir­gefa völl­inn vegna meiðsla þeg­ar hann skor­aði fyrra mark­ið og kór­ón­aði góða inn­komu sína með glæsi­legu marki und­ir lok leiks­ins.

Rúss­ar bættu 68 ára gam­alt met með þess­um sigri, en þetta er stærsti sig­ur í upp­hafs­leik HM síð­an Bras­il­ía lagði Mexí­kó að velli með fjór­um mörk­um gegn engu í Úrúg­væ ár­ið 1950.

Rúss­land og Sá­di-Arabía eru í A-riðli móts­ins með Egyptalandi og Úrúg­væ sem mæt­ast í há­deg­inu í dag. Einnig verð­ur leik­ið í B-riðli móts­ins í dag, en Marokkó og Ír­an leiða sam­an hesta sína klukk­an 15.00 og ná­granna­lið­in Spánn og Portúgal etja kappi klukk­an 18.00.

Spán­verj­ar mæta þar til leiks með nýtt þjálf­arat­eymi, en Fern­ando Hierro og Al­bert Cela­des tóku við lið­inu á mið­viku­dag­inn eft­ir að Ju­len Lope­tegui var lát­inn taka pok­ann sinn í upp­hafi vik­unn­ar. Lope­tegui samdi við Real Ma­drid án þess að láta for­ráða­menn spænska knatt­spyrnu­sam­bands­ins vita og þau vinnu­brögð voru bana­biti hans í starfi hjá spænska lið­inu. –

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.