Guð­mund­ur Þórð­ur á leið á sitt 22. stór­mót

Fréttablaðið - - SPORT - – iþs

Sig­ur Ís­lands á Lit­há­en, 34-31, í seinni leik lið­anna um sæti á HM 2019 þýð­ir að lands­liðs­þjálf­ar­inn Guð­mund­ur Guð­munds­son er á leið á sitt 22. stór­mót á ferl­in­um í janú­ar á næsta ári.

Fyrsta stór­mót­ið sem Guð­mund­ur fór á var B-keppn­in í Hollandi 1983 en þá var hann 22 ára gam­all leik­mað­ur Ís­lands­meist­ara Vík­ings. Guð­mund­ur fór á fimm stór­mót til við­bót­ar sem leik­mað­ur ís­lenska lands­liðs­ins og var m.a. í lið­inu sem vann B-keppn­ina í Frakklandi 1989.

Guð­mund­ur tók við ís­lenska lands­lið­inu 2001 og ári seinna stýrði hann því til 4. sæt­is á EM í Sví­þjóð. Guð­mund­ur stýrði Íslandi á þrem­ur stór­mót­um til við­bót­ar áð­ur en hann hætti eft­ir Ólymp­íu­leik­ana í Aþenu 2004.

Guð­mund­ur fór á HM 2007 sem að­stoð­ar­þjálf­ari Alfreðs Gísla­son­ar. Hann tók svo nokk­uð óvænt við ís­lenska lið­inu á ný vor­ið 2008. Þá hófst mesta blóma­skeið í sögu þess. Ís­land vann til silf­ur­verð­launa á Ólymp­íu­leik­un­um í Pek­ing 2008 og brons­verð­launa á EM í Aust­ur­ríki tveim­ur ár­um síð­ar. Guð­mund­ur

Fyrsta stór­mót­ið sem Guð­mund­ur Þórð­ur fór á var B-keppn­in í Hollandi 1983 en þá var hann 22 ára gam­all leik­mað­ur Ís­lands­meist­ara Vík­ings.

stýrði Íslandi einnig á HM 2011, EM 2012 og Ólymp­íu­leik­un­um 2012.

Ár­ið 2014 tók Guð­mund­ur við danska lands­lið­inu af Ulrik Wil­bæk. Hann stýrði Dön­um á tveim­ur heims­meist­ara­mót­um, einu Evr­ópu­móti og svo á Ólymp­íu­leik­un­um 2016 í Ríó þar sem danska lið­ið stóð uppi sem sig­ur­veg­ari.

Guð­mund­ur hætti með danska lið­ið eft­ir HM 2017 og tók því næst við Barein. Hann stýrði Barein­um á Asíu­leik­un­um 2018 þar sem lið­ið vann til silf­ur­verð­launa og tryggði sér í leið­inni sæti á HM 2019. Guð­mund­ur af­rek­aði það að koma tveim­ur lið­um á HM á næsta ári sem fer fram í Dan­mörku og Þýskalandi. Dreg­ið verð­ur í riðla í Kaup­manna­höfn 25. júní næst­kom­andi.

Guð­mund­ur Þ. Guð­munds­son, þjálf­ari ís­lenska karla­lands­liðs­ins í hand­bolta, gef­ur leik­mönn­um sín­um skip­an­ir af hlið­ar­lín­unni. Fréttablaðið/Þórsteinn

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.