Gjörn­ing­ur í beinni frá Reykja­vík og á skjá í Gent

Elísa­bet Birta Sveins­dótt­ir verð­ur í kósí-stemm­ingu heima í her­bergi að fremja gjörn­ing sem verð­ur sýnd­ur í beinni á sýn­ingu í Belg­íu sem hún tek­ur þátt í. All­ir geta horft á út­send­ing­una bæði í gegn­um Face­book og Insta­gram í kvöld um átta að ís­lensk­um tí

Fréttablaðið - - TÍMAMÓT - Stef­ant­hor@fretta­bla­did.is

Lista­kon­an Elísa­bet Birta Sveins­dótt­ir sýn­ir gjörn­ing í Gent í Belg­íu í kvöld – en gjörn­ing­inn frem­ur Elísa­bet inni í her­berg­inu sínu í Reykja­vík og hon­um verð­ur varp­að á vegg í galle­rí­inu In De Ruimte í Belg­íu. Svona er nú­tíma­tækn­in. All­ir geta fylgst með gjörn­ingn­um í beinni út­send­ingu á Insta­gram-reikn­ingi Elísa­bet­ar og á Face­book-síðu við­burð­ar­ins. Elísa­bet er einnig með mynd­bands­verk á þess­ari sömu sam­sýn­ingu í Belg­íu þar sem hún sýn­ir með hóp lista­manna en sýn­ing­in verð­ur op­in í viku.

„Í stað­inn fyr­ir að vera á staðn­um þá fannst sýn­ing­ar­stjór­an­um snið­ugt að ég myndi gera gjörn­ing í gegn­um net­ið. Ég verð hérna heima á Íslandi og mun sýna gjörn­ing­inn í beinni frá svefn­her­berg­inu mínu í Reykja­vík. Í stað þess að varpa bara gjörn­ingn­um í rým­ið í Belg­íu, af hverju þá ekki bara að opna það og leyfa fleir­um að sjá? Ég ætla því að hafa þetta op­ið og í beinni fyr­ir ver­öld­ina,“seg­ir Elísa­bet Birta. Sýn­ing­in nefn­ist About you og er þema henn­ar sjálfs­mynd­in. Elísa­bet mun með­al ann­ars not­ast við texta sem þær Ísa­bella Katarína Már­us­dótt­ir sömdu fyr­ir ann­að sviðs­verk.

„Af því að ég er að gera gjörn­ing­inn beint úr mínu einka­rými þá verð­ur þetta pínu svona „á bak við tjöld­in“og fjall­ar um ástand­ið sem ég er í þeg­ar ég er að skapa, það sem er á bak við verk­in mín al­mennt. Þetta er texta­vinna úr fyrri verk­um, tónlist og svo verð ég með upp­stopp­að­an ref hjá mér, hund­ana mína og kinda­gæru sem ég keypti um dag­inn – ég verð líka klædd engla­vængj­um. Þarna verð ég í kúri, mjög kósí stund með þessa leik­muni og mun halda eins manns tón­leika með sjálfri mér sem ég deili með heim­in­um.“

Elísa­bet seg­ir að í text­an­um sem hún flyt­ur í gjörn­ingn­um megi finna ákveð­inn lyk­il að verk­inu.

„Það er margt sem kem­ur fram í laga­textun­um sem sýn­ir um hvað verk­ið fjall­ar. Þeir varpa ljósi á að þarna er í raun karakt­ersköp­un og þeir samd­ir út frá því að ég sé ákveð­in birt­ing­ar­mynd teg­und­ar­inn­ar, manns­ins, og sýna líka mín­ar til­finn­ing­ar gagn­vart því að vera mann­eskja á jörð­inni og sam­skipti mín við aðr­ar teg­und­ir og mann­eskj­ur. Þarna má líka finna ást­ina og sitt­hvað fleira.“

Gjörn­ing­ur­inn fer fram um klukk­an átta í kvöld að ís­lensk­um tíma og má fylgj­ast með hon­um á Insta­gram-síðu Elísa­bet­ar á insta­gram.com/elisa­bet­birta.

Í stað þess að varpa bara gjörn­ingn­um í rým­ið í Belg­íu, af hverju þá ekki bara að opna það og leyfa fleir­um að sjá? Ég ætla því að hafa þetta op­ið og í beinni fyr­ir ver­öld­ina.

Elísa­bet verð­ur í góð­um gír heima í her­bergi að sýna Belg­um gjörn­ing.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.