Horn­steinn lagð­ur að Land­spít­ala

Fréttablaðið - - TÍMAMÓT -

Þenn­an dag ár­ið 1926 lögðu dönsku kon­ungs­hjón­in horn­stein að bygg­ingu Land­spít­ala Ís­lands. Það var að frum­kvæði reyk­vískra kvenna sem ráð­ist var í að reisa spít­al­ann. Ár­ið 1915 var frum­varp sam­þykkt á Al­þingi sem veitti kon­um kjörgengi og kosn­inga­rétt til jafns við karla. Þessa merka at­burð­ar í bar­áttu­sögu kvenna vildu kon­ur minn­ast með því að hefja söfn­un fyr­ir spít­ala í Reykja­vík.

Stofn­að­ir voru tveir sjóð­ir, ann­ars veg­ar Minn­ing­ar­gjafa­sjóð­ur Land­spít­ala Ís­lands, sem styrkja átti sjúk­linga í fjár­hags­vand­ræð­um. Hins veg­ar Land­spít­ala­sjóð­ur Ís­lands, sem var bygg­inga­sjóð­ur. Fram­lög úr hon­um áttu drjúg­an þátt í að koma upp elstu bygg­ingu Land­spít­al­ans, húð- og kyn­sjúk­dóma­deild og eldri hluta kven­sjúk­dóma­deild­ar.

Fimmtán ár­um eft­ir að byrj­að var að safna fjár­mun­um fyr­ir bygg­ingu Land­spít­ala Í Reykja­vík var fyrsti sjúk­ling­ur­inn lagð­ur inn á spít­al­ann, þann 20. des­em­ber 1930.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.