Katt­ar­þvott­ur

Fréttablaðið - - LÍFIÐ - Þór­ar­ins Þór­ar­ins­son­ar

Kett­ir eru merki­leg­ar skepn­ur. Fara sín­ar eig­in leið­ir og ekki er á þá að treysta. Síst af öllu í stjórn­mál­um. Jó­hanna Sig­urð­ar­dótt­ir veit allt um það eft­ir að hafa stað­ið sveitt í því von­lausa puði að smala villikött­um.

Hug­ar­far hunds­ins er miklu heppi­legra þeg­ar stjórnmál eru ann­ars veg­ar. Flokk­arn­ir og kerf­ið sem þeir hönn­uðu og þríf­ast á bygg­ir á leiðitöm­um, slef­andi, hús­bónda­holl­um rökk­um sem gelta þeg­ar eig­and­inn sig­ar þeim á óvin­inn en þegja þess á milli þeg­ar góðri dúsu er kast­að í skolt­inn á þeim.

Þótt kött­ur­inn nenni ekki að hugsa um neitt nema sjálf­an sig þá get­ur samt ver­ið ómet­an­legt að hafa svona eins og einn ómót­stæði­leg­an tæki­færissinna í lið­inu.

Þannig var blaða­manna­fund­ur nýs meiri­hluta í borg­ar­stjórn í Breið­holt­inu í vik­unni veiði­hárs­breidd frá því að verða óbæri­lega klisju­kennd­ur og hallæris­leg­ur ef hin fræga Breið­holtslæða Perla hefði ekki stol­ið sen­unni.

Hún færði fókus­inn, með ómót­stæði­leg­um sjarma, af inn­an­tóm­um belg­ingi tap­ara í kosn­ing­um sem voru mætt­ir til þess að berja sér á brjóst með sorg­lega lít­ið at­kvæða­magn að baki sér. Og það eina sem Perla tók fyr­ir greið­ann og þessa al­manna­tengslabrellu sem er millj­óna virði var knús frá lúser­un­um.

Eitt­hvað sem þetta fólk mætti hafa í huga og læra af. Kannski væri ráð að knúsa kjós­end­ur af og til og standa við að minnsta kosti eitt lof­orð um að opna tún­fisks­dós með 3.000 íbúð­um fyr­ir fólk sem hef­ur ekki efni á því að borga 250.000 fyr­ir að leigja kjall­ara­holu?

Breið­holtslæð­an Perla og aðr­ir kett­ir eiga níu líf en sum­ir sem tóku hana í fang sér fyr­ir fram­an mynda­vél­arn­ar eru bún­ir með öll sín póli­tísku líf og geta tæp­ast stól­að á svona katt­ar­þvott.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.