Hvað? Hvenær? Hvar? Föstu­dag­ur

Fréttablaðið - - MENNING - hvar@fretta­bla­did.is Hvað? Secret Solstice 2018 Launch Party X Hol­m­ar / Rix / Carla Rose Hvenær? 21.00 Hvar? Dillon, Lauga­vegi Hit­að upp

15. JÚNÍ 2018 Tónlist

Hvað? Bill Murray, Jan Vogler og vin­ir á Lista­há­tíð í Reykja­vík

Hvenær? 20.00

Hvar? Harpa

Óvenju­leg blanda af klass­ískri evr­ópskri tónlist í frá­bær­um flutn­ingi, úr­vals banda­rísk­um bók­mennta­textum og söng­lög­um sem Murray eru sér­stak­lega kær. Kvik­mynda­leik­ar­inn heims­þekkti og ólík­indatól­ið Bill Murray kem­ur að­dá­end­um sín­um enn einu sinni á óvart. Nú með sam­starfi við þrjá af­burða klass­íska hljóð­færa­leik­ara.

Hvað? Daði Freyr & Berndsen á Húrra

Hvenær? 21.00

Hvar? Húrra, Naust­un­um

Daði og Berndsen spila ein­hverj­ar synt­hamel­ódí­ur frá ní­unda ára­tugn­um. fyr­ir Secret Solstice há­tíð­ina sem fer fram eft­ir tæpa viku.

Hvað? Tví­und // Sumarspuni

Hvenær? 21.00

Hvar? Mengi, Óð­ins­götu

Tví­und skipa tón­list­ar­kon­urn­ar Ólöf Þor­varðs­dótt­ir (Olla) og Guð­rún Edda Gunn­ars­dótt­ir (Gedda). Þær stofn­uðu Tví­und 2016 og þetta eru þriðju tón­leik­arn­ir þeirra. Tón­list­in er ein­læg, oft drama­tísk, spuna­of­in og klass­ískt inn­blás­in und­ir áhrif­um frá ís­lensk­um og aust­ur­evr­ópsk­um þjóðlaga­stíl og end­ur­reisn­ar­tónlist. En fyrst og fremst er hún þeirra eig­in rödd, þeirra takt­ur, þeirra dans. Og hvert verk er óvissu­ferða­lag, hér eru eng­ar nót­ur, bara hljóð í nú­inu. Kannski er ein­hver fyr­ir fram ákveð­in hug­mynd eða mynstur, ein­hver til­finn­ing, eitt­hvert nafn. En ann­ars er þetta bara spurn­ing­in um að hlusta, að finna til, að týna, að finna, að treysta, að sleppa.

Við­burð­ir

Hvað? Af­köst og af­leið­ing­ar efna­hags­hruns­ins / verð­laun fyr­ir framúrsk­ar­andi loka­rit­gerð­ir í stjórn­mála­fræði

Hvenær? 14.30

Hvar? Oddi, Há­skóla Ís­lands Fé­lag stjórn­mála­fræð­inga stend­ur fyr­ir ráð­stefnu í sam­starfi við Stofn­un Davíð Berndsen og Daði Freyr taka retrósveiflu á Húrra. stjórn­sýslu­fræða og stjórn­mála þann 15. júní 2018. Dag­skrá­in er til­eink­uð því að 10 ár eru lið­in frá efna­hags­hrun­inu á Íslandi, og stend­ur frá kl. 14.30 til 17.00 í Odda 201. Aðgang­ur er ókeyp­is og all­ir eru vel­komn­ir. Hvað? Tit­anic – föstu­dagspar­tí­sýn­ing Hvenær? 20.00

Hvar? Bíó Para­dís, Hverf­is­götu

Tit­anic er banda­rísk kvik­mynd frá ár­inu 1997 sem Ja­mes Ca­meron leik­stýrði, fram­leiddi og skrif­aði. Mynd­in ger­ist um borð í hinu fræga skipi RMS Tit­anic sem sökk í jóm­frú­ar­sigl­ingu sinni. Mynd­in fjall­ar um unga stúlku og ung­an pilt sem hitt­ast um borð og verða ást­fang­in. Kvik­mynd­in er byggð á skáld­sögu sem aft­ur er byggð á raun­veru­leg­um at­burð­um. Leon­ar­do DiCaprio og Ka­te Winslet fara með að­al­hlut­verk­in sem Jack Daw­son og Rose DeWitt Buka­ter, ást­fang­ið par hvort úr sinni stétt­inni. Gl­oria Stu­art fer með hlut­verk Rose aldr­aðr­ar og er sögu­mað­ur kvik­mynd­ar­inn­ar.

Hvað? Last Call: a hymn to the cur­se and the bless­ing of a nati­on Hvenær? 20.00

Hvar? Bíó Para­dís, Hverf­is­götu Ís­land er lang­fá­menn­asta þjóð­in sem kem­ur liði inn á Heims­meist­ara­mót­ið í fót­bolta og hef­ur saga ís­lenska lands­liðs­ins vak­ið heims­at­hygli. En get­ur ver­ið að kraft­ur­inn, sem hef­ur gert þessa drengi að krafta­verka­mönn­um, sé sá sami og hef­ur orð­ið Ís­lend­ing­um að fóta­kefli í gegn­um ald­irn­ar? Og get­ur ver­ið, að trú lands­manna á eig­ið ágæti sé reist á veik­um grunni, en sé um leið þeirra sterk­asta vopn? Hvað geta leik­menn ís­lenska lands­liðs­ins, og aðr­ir þjóð­þekkt­ir við­mæl­end­ur, sagt okk­ur um litla þjóð sem virð­ist þrá að heim­ur­inn taki eft­ir henni? Sýnd með ensk­um texta.

Hvað? Vík­inga­há­tíð í Hafnar­firði

Hvenær? 13.00

Hvar? Víðistaða­tún

Ver­ið vel­kom­in á Vík­inga­há­tíð í Hafnar­firði sem verð­ur að þessu sinni hald­in á Víðistaða­túni í Hafnar­firði. Há­tíð­in verð­ur und­ir stjórn vík­inga­fé­lags­ins Rimm­ugýgj­ar og stend­ur yf­ir dag­ana 14.17. júní næst­kom­andi. Á há­tíð­inni verða bar­daga­sýn­ing­ar, leikja­sýn­ing­ar, sögu­menn, bog­fimi, hand­verk, mark­að­ur og vík­inga­skóli barna, veit­ing­ar verða til sölu á svæð­inu.

Sýn­ing­ar

Hvað? 111 – Ljós­mynda­sýn­ing Spessa á Lista­há­tíð í Reykja­vík

Hvenær? 14.00

Hvar? Rýmd, Völvu­felli

Breið­holt­ið og stolt­ir íbú­ar þess birt­ast í öll­um sín­um fjöl­breyti­leika í nýrri röð ljós­mynda Spessa sem sýnd­ar eru í galle­rí­inu Rýmd í Völvu­felli. Portrett­mynd­ir Spessa úr póst­núm­er­inu 111 bera það með sér að hann hef­ur kom­ist í ná­lægð við alls kon­ar fólk sem bygg­ir Breið­holt­ið. Hann gæt­ir þess að halda hæfi­legri fjar­lægð af virð­ingu við við­fangs­efn­ið. Hér er á ferð­inni ör­saga kyn­slóða í hverfi sem á marg­an hátt er óvenju­legt í borg­inni.

Hvað? Atóm­stjarna á Lista­há­tið í Reykja­vík

Hvenær? 21.00

Hvar? Ás­mund­ar­sal, Freyju­götu

Hvað er mann­vera? Úr hverju er­um við bú­in til? Er­um við öll af sama efn­inu? Hver er upp­sprett­an, kjarna­hvarf­ið og hvar end­um við? Hver eru landa­mæri lík­am­ans, hvert teyg­ir hann sig? Renn­ur hann sam­an við aðra lík­ama í einn stór­an lík­ama? Lík­ama nátt­úr­unn­ar, heims­ins og geims­ins? Í dans-og mynd­list­ar­verk­inu Atóm­stjarna er mann­ver­an rann­sök­uð út frá þess­um spurn­ing­um. Hún er kruf­in, rif­in og skor­in í sund­ur, saum­uð sam­an og skoð­uð í stærra sam­hengi við um­hverfi sitt, frá rót­um sín­um við jörð­ina til huga og him­ins. Ljósi er varp­að á marg­breyti­leika henn­ar og þær mörgu vídd­ir, fleti, form og drauma sem hún hef­ur að geyma.

Hvað? Opn­un: Hrafn­kell – mynd­list­ar­sýn­ing

Hvenær? 17.00

Hvar? Klíník­in, Ármúla

Hrafn­kell Elvars­son held­ur sýn­ingu í Klíník­inni í Ármúla.

Bill Murray og fé­lag­ar verða með alls­herj­ar húll­um­hæ á Lista­há­tíð.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.