Fréttablaðið

Rússíbanar­eið tilfinning­a

- Kolbrún Bergþórsdó­ttir

Napólí-fjórleikur Elenu Ferrante kom henni á kortið í hinum alþjóðlega bókmenntah­eimi og kveikti áhuga á fyrri bókum höfundar. Þar á meðal Dögum höfnunar, sem Halla Kjartansdó­ttir íslenskar með miklum ágaetum.

Aðalpersón­a bókarinnar er Olga sem sér heim sinn hrynja þegar eiginmaður hennar til fimmtán ára yfirgefur hana og börn þeirra tvö fyrir yngri konu. Hún hafði fórnað draumi um rithöfunda­rferli fyrir hann og hélt að þau aettu sameiginle­ga tilveru en upplifir nú algjöra niðurlaegi­ngu.

Verkið er lýsing á tilfinning­um Olgu og viðbrögðum við svikum eiginmanns­ins. Lengi vel er Olga hamslaus, það er líkt og hún hafi gengið af vitinu. Hún breytist í persónu sem hún kannast sjálf ekki við, lemur heimilishu­ndinn, sýnir börnum sínum kulda og raeðst á eiginmann sinn og ástkonu hans þegar hún hittir þau fyrir tilviljun. Henni er ómögulegt að saetta sig við að maður sem hún taldi sig skilja og þekkja og vera hamingjusö­m með skuli hafa gengið á dyr.

Það er mikill kraftur í frásögn Ferrante af hinni óhamingjus­ömu og örvaenting­arfullu Olgu. Hún skilar hinum nístandi sársauka hennar svo vel lesandans að lesturinn tekur stundum á. Þar sem tilfinning­ar Olgu eru mjög þráhyggjuk­enndar og ofsakennda­r þá óskar lesandinn þess jafnframt að hún átti sig og róist. Hér er rússíbanar­eið tilfinning­a lýst á taeplega 200 blaðsíðum. Lýsingar á sálarlífi Olgu eru magnaðar. Aðrar persónur eru nánast eins og skuggamynd­ir, en heimilishu­ndurinn er hinn óvaenti senuþjófur sögunnar. Það er gott daemi um haefileika Ferrante hversu frábaerleg­a henni tekst að gera hundinn að þungamiðju í nokkrum frásögnum. Ferrante er gríðarlega góður skáldsagna­höfundur. Napólí-fjórleikur­inn er talinn hátindurin­n á ferli hennar en Dagar höfnunar er samt hennar besta bók.

 ??  ??

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland