Rúss­íbanareið til­finn­inga

Fréttablaðið - - MENNING - Kol­brún Berg­þórs­dótt­ir

Napólí-fjór­leik­ur Elenu Ferr­an­te kom henni á kort­ið í hinum al­þjóð­lega bók­mennta­heimi og kveikti áhuga á fyrri bók­um höf­und­ar. Þar á með­al Dög­um höfn­un­ar, sem Halla Kjart­ans­dótt­ir ís­lensk­ar með mikl­um ága­et­um.

Aðal­per­sóna bók­ar­inn­ar er Olga sem sér heim sinn hrynja þeg­ar eig­in­mað­ur henn­ar til fimmtán ára yf­ir­gef­ur hana og börn þeirra tvö fyrir yngri konu. Hún hafði fórn­að draumi um rit­höf­und­ar­ferli fyrir hann og hélt að þau aettu sam­eig­in­lega til­veru en upp­lif­ir nú al­gjöra nið­ur­la­eg­ingu.

Verk­ið er lýs­ing á til­finn­ing­um Olgu og við­brögð­um við svik­um eig­in­manns­ins. Lengi vel er Olga hams­laus, það er líkt og hún hafi geng­ið af vit­inu. Hún breyt­ist í per­sónu sem hún kann­ast sjálf ekki við, lem­ur heim­il­is­hund­inn, sýn­ir börn­um sín­um kulda og raeðst á eig­in­mann sinn og ást­konu hans þeg­ar hún hitt­ir þau fyrir til­vilj­un. Henni er ómögu­legt að sa­etta sig við að mað­ur sem hún taldi sig skilja og þekkja og vera ham­ingju­söm með skuli hafa geng­ið á dyr.

Það er mik­ill kraft­ur í frá­sögn Ferr­an­te af hinni óham­ingju­sömu og örvaent­ing­ar­fullu Olgu. Hún skil­ar hinum níst­andi sárs­auka henn­ar svo vel les­and­ans að lest­ur­inn tek­ur stund­um á. Þar sem til­finn­ing­ar Olgu eru mjög þrá­hyggju­kennd­ar og ofsa­kennd­ar þá ósk­ar les­and­inn þess jafn­framt að hún átti sig og ró­ist. Hér er rúss­íbanareið til­finn­inga lýst á taep­lega 200 blað­síð­um. Lýs­ing­ar á sál­ar­lífi Olgu eru magn­að­ar. Aðr­ar per­són­ur eru nán­ast eins og skugga­mynd­ir, en heim­il­is­hund­ur­inn er hinn óvaenti senu­þjóf­ur sög­unn­ar. Það er gott daemi um haefi­leika Ferr­an­te hversu frá­ba­er­lega henni tekst að gera hund­inn að þunga­miðju í nokkr­um frá­sögn­um. Ferr­an­te er gríð­ar­lega góð­ur skáld­sagna­höf­und­ur. Napólí-fjór­leik­ur­inn er tal­inn há­tind­ur­inn á ferli henn­ar en Dag­ar höfn­un­ar er samt henn­ar besta bók.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.