Túlk­an­ir í skop­mynda­stíl

Hjón­in Patty Spyra­kos og Bald­ur Helga­son sýna ol­íu­mál­verk, teikn­ing­ar og kera­míkskúlp­túra í Gallerý Port. Búa í Chicago en vilja eyða meiri tíma á Íslandi.

Fréttablaðið - - MENNING - Kol­brún Berg­þórs­dótt­ir kol­[email protected]­bla­did.is

Patty Spyra­kos og Bald­ur Helga­son sýna verk sín í Gallerý Port á Lauga­vegi. Yfirskrift sýn­ing­ar­inn­ar er Skemmti­legs og þar er að finna ol­íu­mál­verk og teikn­ing­ar Bald­urs og kera­mikskúlp­túra Patty­ar. Patty og Bald­ur unnu flest verk­in á sýn­ing­unni í vinnu­stofu sinni í Chicago þar sem þau búa og starfa. „Ég flutti til San Fr­ancisco 2008 og fór í nám í myndskreyt­ingu. Þar kynnt­ist ég Patty og við gift­um okk­ur og eign­uð­umst börn. Við flutt­um síð­an til Chicago til að geta ver­ið nær fjöl­skyldu henn­ar,“seg­ir Bald­ur. Hann seg­ir að það hafi tek­ið sig smá­tíma að koma sér á fram­færi sem lista­mað­ur í Banda­ríkj­un­um. „Þeg­ar ég komst að með fyrstu sýn­ing­una mína þá fóru hlut­irn­ir að fara í gang, önn­ur galle­rí höfðu sam­band og vildu sýna verk mín og það geng­ur vel þessa dag­ana. Ég hef ver­ið bú­sett­ur er­lend­is í tíu ár og finnst gam­an að sýna hér á landi, mað­ur vill sýna fólk­inu sína hvað mað­ur hef­ur ver­ið að gera. Það er líka skemmti­legt að sýna í í galle­ríi eins og þessu. Gallerý Port er perla á Lauga­veg­in­um, í miðri túrista­þvög­unni,“seg­ir Bald­ur.

Ol­íu­mál­verk hans og kola­teikn­ing­ar eru í skop­mynda­stíl. „Þetta eru skop­mynd­ir, svolítið expressjón­ísk­ar týp­ur,“seg­ir hann. „Í skop­mynda­stíl er ég að túlka ým­is­legt eins og ang­ist, kímni og mann­úð.“Týp­urn­ar eru með áber­andi stór­ar var­ir og Bald­ur er sp­urð­ur um skýr­ing­una á því. „Ég var mjög lít­ill sem krakki, ekk­ert nema augu og var­ir og það hef­ur fest sig í mynd­máli mínu.“

Skúlp­túr­ar Patty­ar eru úr kera­mík og sýna nakt­ar kon­ur í skop­leg­um stíl, með þykk­ar var­ir og áber­andi hár­greiðslu. Patty seg­ist þarna vera að leggja áherslu á hlut­verk kon­unn­ar sem við­fangs. „Ég er ekki að skapa galla­lausa og tíma­lausa nakta ímynd held­ur end­ur­spegla innri tog­streitu. Þess­ar ver­ur eru oft með slauf­ur og bólgna kven­lega hár­greiðslu til þess að sýn­ast en það und­ir­strik­ar að það er úti­lok­að að dæma fólk ein­ung­is eft­ir út­lit­inu,“seg­ir hún.

Í sum­ar hef­ur Patty sýnt verk sín á fjór­um sýn­ing­um í Chicago, þar á með­al eru skúlp­túr­ar álík­ir þeim sem hún sýn­ir í Gallerý Porti, en sum­ir mun stærri. Skúlp­túr­arn­ir hafa sleg­ið í gegn í Chicago og einnig í Gallerý Porti þar sem bú­ið er að selja lang­flesta þeirra. Auk kven- skúlp­túra sýn­ir Patty mat­ar­verk úr kera­mík, og má þar nefna sviða­haus, en sviða­hausa hef­ur hún aldrei smakk­að en séð eig­in­mann sinn gófla þeim í sig. Hún sýn­ir einnig pulsu, puls­us­inn­ep, kleinu, kókó­mjólk og sund­kort, allt úr kera­mík.

Þetta er önn­ur sýn­ing Bald­urs í Gallery Port og fyrsta sýn­ing Patty­ar á Íslandi. Hjón­in segj­ast vilja eyða meiri tíma hér á landi. „Við kom­um hing­að einu sinni á ári, helst á sumr­in og eyð­um góð­um tíma hérna. Við er­um að reyna að finna út úr því hvernig við get­um ver­ið helm­ing af ár­inu hérna og hinn helm­ing­inn úti,“segja þau.

FRÉTTABLAÐIÐ/ÞÓRSTEINN

Patty og Bald­ur sýna fjöl­breytt úr­val verka í Gallerý Port. Þetta er önn­ur sýn­ing hans þar en hún sýn­ir þar í fyrsta skipt­ið.

FRÉTTABLAÐIÐ/ ÞÓRSTEINN

Með­al verka Patty eru pulsa í pulsu­brauði, sinn­ep og kókó­mjólk. Allt úr kera­mík.

FRÉTTABLAÐIÐ/ ÞÓRSTEINN

Skop­mynd­ir Bald­urs prýða veggi galle­rís­ins. Lengst til hægri er sviða­haus með til­heyr­andi eft­ir Patty.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.