Jörð skalf í Bláfjöll­um

Fréttablaðið - - FORSÍÐA - – dfb

Jarð­skjálfti af stærð­inni 4,1 reið yf­ir 6,2 kíló­metra suð­ur af Bláfjalla­skála upp úr klukk­an átta í gær­kvöldi.

Sigrún Magnea Ósk­ars­dótt­ir, nátt­úru­vár­sér­fræð­ing­ur hjá Veð­ur­stof­unni, sagði að Veð­ur­stof­unni hefði borist fjöldi sím­tala vegna skjálft­ans en marg­ir íbú­ar höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins fundu fyr­ir hon­um.

Sigrún sagð­ist ekki bú­ast við frek­ari skjálft­um og sagði að sá sem reið yf­ir í gær­kvöldi hefði ver­ið á þekktu skjálfta­svæði. Sömu­leið­is væru eng­in merki um gosóróa.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.