Skúli nálg­ast enda­mark­ið

Fjár­fest­ar voru í gær bún­ir að skrá sig fyr­ir um 45 millj­ón­um evra í út­boði WOW air. Stjórn­end­ur fé­lags­ins full­viss­ir um að lág­marks­stærð út­boðs­ins verði náð. Unn­ið að því að fá fjár­festi sem legg­ur fé­lag­inu til tug­ir millj­óna evra í hluta­fé.

Fréttablaðið - - FORSÍÐA - – hae

WOW air er á loka­metr­un­um með að sækja sér nægj­an­legt fjár­magn svo að lág­marks­stærð yf­ir­stand­andi skulda­bréfa­út­boðs flug­fé­lags­ins, 50 millj­ón­ir evra, jafn­virði um 6,5 millj­arða króna, verði náð. Stjórn­end­ur og ráð­gjaf­ar fé­lags­ins voru í gær­kvöldi, skömmu áð­ur en Frétta­blað­ið fór í prent­un, þannig bún­ir að fá er­lenda fjár­festa til að skrá sig fyr­ir að lág­marki um 45 millj­ón­um evra í út­boð­inu, sam­kvæmt heim­ild­um blaðs­ins. Gert er ráð fyr­ir að skulda­bréfa­út­boð­inu ljúki í dag, föstu­dag, en von­ir standa til að end­an­leg stærð þess verði eitt­hvað meiri en sem nem­ur 50 millj­ón­um evra.

Sam­kvæmt tveim­ur heim­ild­ar­mönn­um Frétta­blaðs­ins, sem þekkja vel til stöðu mála, þá er jafn­framt stefnt að því að Skúli Mo­gensen, for­stjóri og eini hlut­hafi WOW air, fái inn fjár­festi að flug­fé­lag­inu sem myndi leggja því til nýtt hluta­fé upp á tugi millj­óna evra sam­hliða því að skulda­bréfa­út­boð­ið verð­ur klár­að. Ekki ligg­ur fyr­ir hversu stór­an hlut hann myndi eign­ast í fé­lag­inu verði þau áform að veru­leika. Eig­in­fjár­hlut­fall WOW air var að­eins um 4,5 pró­sent um mitt þetta ár og eig­ið fé þess um 20 millj­ón­ir Banda­ríkja­dala.

Á með­al þeirra sem hafa unn­ið að því á síð­ustu dög­um að fá er­lenda fjár­festa til að taka þátt í út­boði WOW air eru Foss­ar mark­að­ir, sem hafa und­an­far­in ár ver­ið leið­andi í að hafa milli­göngu um kaup er­lendra sjóða í skráð­um verð­bréf­um á Íslandi, en fyr­ir til­stuðl­an fé­lags­ins hef­ur banda­rísk­ur fjár­fest­ing­ar­sjóð­ur skráð sig fyr­ir um 10 millj­ón­um evra í út­boð­inu, sam­kvæmt heim­ild­um Frétta­blaðs­ins. Norska verð­bréfa­fyr­ir­tæk­ið Pa­reto, sem hef­ur yf­ir­um­sjón með skulda­bréfa­út­boð­inu, hef­ur hins veg­ar tryggt fjár­magn frá er­lend­um fjár­fest­um fyr­ir um 35 millj­ón­ir evra.

Ráð­gjaf­ar flug­fé­lags­ins, með­al ann­ars frá verð­bréfa­fyr­ir­tæk­inu Arctica Fin­ance, sem hef­ur hjálp­að WOW air við að kynna út­boð­ið hér á landi fyr­ir fjár­fest­um, unnu að því hörð­um hönd­um síðla dags í gær að fá ís­lenska fjár­festa til að leggja fé­lag­inu til fjár­magn. Þannig var leit­að liðsinn­is ým­issa um­svifa­mik­illa einka­fjár­festa og þá var rætt við for­svars­menn líf­eyr­is­sjóð­anna en ekki lá fyr­ir í gær­kvöldi hvort þeir myndu hafa ein­hverja að­komu að út­boð­inu.

Einn af þeim mögu­leik­um sem stjórn­end­ur og ráð­gjaf­ar WOW air skoð­uðu af al­vöru í vik­unni var að fá stóru við­skipta­bank­ana þrjá til að koma að fjár­mögn­un fé­lags­ins í tengsl­um við skulda­bréfa­út­boð­ið. Þær hug­mynd­ir fólust í sam­bankaláni, sem myndi tryggja að lág­marks­stærð út­boðs­ins yrði náð, en fljót­lega varð hins veg­ar ljóst að ekk­ert yrði af þeim áform­um þar sem mis­mik­ill áhugi var fyr­ir því hjá bönk­un­um að hafa að­komu að slíkri lán­veit­ingu.

Skulda­bréfa­fjár­mögn­un WOW air er hugs­uð sem brú­ar­fjármögn­un fram að áform­uðu hluta­fjárút­boði. Fjár­fest­ar sem taka þátt í skulda­bréfa­út­boð­inu fá kauprétt að hluta­fé á 20 til 25 pró­senta af­slætti, þeg­ar fé­lag­ið verð­ur skráð á mark­að, sem nem­ur helm­ingi af höf­uð­stól bréf­anna en kauprétt­ur­inn verð­ur að fullu fram­selj­an­leg­ur og gild­ir til fimm ára.

Rekstr­ar­um­hverfi WOW air hef­ur versn­að til muna und­an­far­ið en grein­end­ur Pa­reto spá því að fé­lag­ið skili tapi upp á 3,4 millj­arða króna í ár. Sam­kvæmt áætl­un­um WOW air er gert ráð fyr­ir veru­leg­um við­snún­ingi á næstu mán­uð­um og miss­er­um og að fé­lag­ið skili þannig hagn­aði upp á um tvo millj­arða króna á næsta

ári.

Skúli Mo­gensen, for­stjóri og eig­andi WOW air.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.