Fjár­lög næsta árs rædd á þingi

Fréttablaðið - - FORSÍÐA - – sar

Um­ræða um fjár­laga­frum­varp hófst á Alþingi í gær. Bjarni Bene­dikts­son fjár­mála­ráð­herra sagði efna­hags­upp­bygg­ingu síð­ustu ára hafa skil­að mikl­um ár­angri.

Þor­steinn Víg­lunds­son, vara­formað­ur Við­reisn­ar, sagði ekki merki­leg­an ár­ang­ur að skila rík­is­sjóði með af­gangi á þess­um tíma­punkti í hagsveifl­unni.

Ág­úst Ólaf­ur Ág­ústs­son, þing­mað­ur Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, sagði að svig­rúm til að bæta kjör hinna lægst laun­uðu væri ekki nýtt.

Bjar­key Ol­sen Gunn­ars­dótt­ir, þing­mað­ur Vinstri grænna, sagði risa­vax­in skref stig­in. Leggja ætti meira til ým­issa mála­flokka eins og kall­að hafi ver­ið eft­ir.

„ Efna­hags­upp­bygg­ing síð­ustu ára hef­ur skil­að mikl­um ár­angri. Afgang­ur af við­skipta­jöfn­uði og af af­komu hins op­in­bera end­ur­spegl­ast í aukn­um þjóð­hags­leg­um sparn­aði en auk þess sem skuld­ir rík­is­sjóðs hafa ver­ið lækk­að­ar hafa há­ar fjár­hæð­ir ver­ið greidd­ar inn á líf­eyr­is­skuld­bind­ing­ar,“sagði Bjarni Bene­dikts­son fjár­mála­ráð­herra sem mælti fyr­ir fjár­laga­frum­varpi næsta árs á Alþingi í gær.

Bjarni sagði til mik­ils að vinna með því að styrkja fé­lags­leg­an og efna­hags­leg­an stöð­ug­leika.

Þor­steinn Víg­lunds­son, vara­formað­ur Við­reisn­ar, sagði alla skatt­stofna vera í hápunkti.

„Það er ekki sér­stak­lega merki­leg­ur ár­ang­ur í ís­lensku sveifl­unni að skila rík­is­sjóði með af­gangi á þess­um tíma­punkti. Það er hins veg­ar al­veg sér­stak­lega merki­leg­ur ár­ang­ur að ná að eyða öll­um þeim pen­ing­um,“sagði Þor­steinn sem spurði hvaða skatta ætti að hækka vegna 200 millj­arða út­gjalda­aukn­ing­ar á næstu fimm ár­um.

Ráð­herra sagð­ist ekki vera að huga að nein­um skatta­hækk­un­um.

Ág­úst Ólaf­ur Ág­ústs­son, þing­mað­ur Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, sagði að svig­rúm til að bæta kjör hinna lægst laun­uðu væri ekki ver­ið að nýta.

„Við þurf­um að fá nýja rík­is­stjórn sem er með sann­gjarn­ari for­gangs­röð­un, sem for­gangsr­að­ar í þágu venju­legs fólks í þessu landi. Þessi rík­is­stjórn stað­fest­ir með þessu frum­varpi að hún er ekki að gera það.“

Fyrstu um­ræðu um fjár­laga­frum­varp­ið lýk­ur í dag en þá munu fagráð­herr­ar taka þátt í um­ræð­um um ein­staka mála­flokka.

FRÉTTA­BLAЭIÐ/ERNIR

Bjarni Bene­dikts­son í ræðu­stól í gær.

FRÉTTA­BLAЭIÐ/ERNIR

Þor­steinn Víg­lunds­son sagði alla skatt­stofna í hápunkti.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.