Leyfi gælu­dýr í borga­r­í­búð­um

Fréttablaðið - - FRÉTTIR - – khn

Kol­brún Bald­urs­dótt­ir, borg­ar­full­trúi Flokks fólks­ins, lagði fram til­lögu þess efn­is í borg­ar­ráði í gær að dýra­hald skuli leyft í fé­lags­legu hús­næði í eigu borg­ar­inn­ar. Kol­brún er áheyrn­ar­full­trúi í ráð­inu.

Í rök­stuðn­ingi með til­lög­unni kem­ur fram að rann­sókn­ir hafi sýnt fram á góð áhrif af um­gengni manna við dýr. Slíkt geti auk­ið til­finn­inga­lega og lík­am­lega vellíð­an og sjálfs­traust.

„Ekk­ert get­ur kom­ið í stað tengsla við aðra mann­eskju en gælu­dýr geta upp­fyllt þörf fyr­ir vináttu og snert­ingu,“seg­ir í grein­ar­gerð­inni. Þar seg­ir jafn­framt að það sé átak­an­legt að fólk hafi þurft að láta frá sér gælu­dýr vegna þess að þau eru ekki leyfð í íbúð­un­um.

„Að banna gælu­dýr eins og hunda og ketti í fé­lags­legu hús­næði borg­ar­inn­ar er ómann­eskju­legt og ástæðu­laust.“

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.