Rek­inn með skömm en fær laun í sex mán­uði

Fréttablaðið - - FRÉTTIR - Mika­el@fretta­bla­did.is

Fram­kvæmda­stjóri Orku nátt­úr­unn­ar rek­inn fyr­ir óvið­eig­andi hegð­un gagn­vart sam­starfs­fólki. For­stjóra Orku­veitu Reykja­vík­ur brugð­ið. Seg­ist hafa brugð­ist taf­ar­laust við eft­ir að Ein­ar Bárð­ar­son sendi hon­um slá­andi póst.

Bjarni Már Júlí­us­son, sem rek­inn var í gær sem fram­kvæmda­stjóri Orku nátt­úr­unn­ar, dótt­ur­fé­lags Orku­veitu Reykja­vík­ur, fyr­ir óvið­eig­andi hegð­un, fær laun í sex mán­uði.

Sam­kvæmt árs­reikn­ingi Orku­veitu Reykja­vík­ur (OR) nema mán­að­ar­laun fram­kvæmda­stjóra þriggja dótt­ur­fé­laga rúm­um 2,4 millj­ón­um á mán­uði. Áætla má að kostn­að­ur OR vegna starfs­lok­anna nemi 14,6 millj­ón­um króna.

Ei­rík­ur Hjálm­ars­son, upp­lýs­inga­full­trúi OR, stað­fest­ir að Bjarni Már sé með sex mán­aða upp­sagn­ar­frest en líkt og Frétta­blað­ið greindi frá í fyrra hafði for­veri hans í starfi níu mán­aða upp­sagn­ar­frest.

Und­an­fari starfs­loka Bjarna Más var Face­book­færsla frá Ein­ari Bárð­ar­syni þar sem hann tal­aði um fram­kvæmda­stjóra stór­fyr­ir­tæk­is sem „sendi klám­fengna tölvu­pósta á kven-und­ir­menn sína á laug­ar­dags- kvöld­um, kalli þær járn­frúr, frekj­ur, pempí­ur, grýl­ur, segi að kon­ur geti blikk­að sig upp í laun­um og í opnu starfs­rými fyr­ir fram­an sam­starfs­fólk að ein þeirra gangi ekki út vegna þess að hún sú sé bara alls ekki nógu gröð.“Síð­ar kom í ljós að fram­kvæmda­stjór­inn var Bjarni Már og að færsl­an hafði birst eft­ir fund Ein­ars með for­stjóra OR, Bjarna Bjarna­syni. Eig­in­kona Ein­ars, Ás­laug Thelma Ein­ars­dótt­ir, er fyrr­ver­andi for­stöðu­mað­ur ein­stak­lings­mark­aðs hjá ON. Af færslu Ein­ars að dæma virð­ast þau upp­lifa það sem svo að Ás­laugu hafi ver­ið sagt upp eft­ir að hafa ít­rek­að kvart­að und­an Bjarna Má. Ekki náð­ist í Ás­laugu Thelmu. Ein­ar seg­ir að þau muni ekki tjá sig í bili. Bjarni Bjarna­son, for­stjóri OR, seg­ir að sér hafi brugð­ið er hann fékk póst frá Ein­ari á þriðju­dag með upp­lýs­ing­um um ósæmi­lega fram­komu Bjarna Más. Hann hafi ósk­að eft­ir fundi með hjón­un­um á mið­viku­dags­morg­un. Byggt á því sem þar kom fram hafi hann svo boð­að til stjórn­ar­fund­ar eft­ir há­degi á mið­viku­dag þar sem nið­ur­stað­an varð að láta Bjarna Má fara.

Hann vís­ar því á bug að hafa tek­ið er­indi Ein­ars fá­lega.

„Mér var mjög brugð­ið að sjá póst­inn frá Ein­ari, hann var þess eðl­is. Á fundi okk­ar var það al­veg skýrt að ég sagði þeim að ég gæfi eng­an af­slátt af þeirri kröfu að stjórn­end­ur í Orku­veit­unni kæmu alltaf fram af virð­ingu við sitt fólk. Ég sagði líka að það væri ekki á minni hendi að ákveða hvað gerð­ist. Ég myndi leggja þetta fyr­ir stjórn sem ég gerði eft­ir há­degi sam­dæg­urs. Ég brást við taf­ar­laust.“

Bjarni Már vildi ekki ræða við Frétta­blað­ið en vís­aði í sam­töl sín við aðra miðla. Þar sagð­ist hann hafa gert mis­tök en ekki vera „dónakall“.

Mér var brugð­ið. Bjarni Bjarna­son, for­stjóri Orku­veitu Reykja­vík­ur

MYND/GUSK EHF.

Bjarni Már Júlí­us­son hef­ur ver­ið rek­inn úr starfi sem fram­kvæmda­stjóri Orku nátt­úr­unn­ar fyr­ir óvið­eig­andi fram­komu í garð sam­starfs­fólks.

Ein­ar Bárð­ar­son opn­aði á mál­ið með Face­book­færslu á mið­viku­dag.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.