Elsta teikn­ing sög­unn­ar fund­in

Fréttablaðið - - FRÉTTIR - – khn

Vís­inda­menn við Bordeaux-há­skóla í Frakklandi telja sig hafa fund­ið elstu teikn­ingu heims. Teikn­ing­in, eða að minnsta kosti hluti henn­ar, fannst á steini í Suð­ur-Afríku og ein­kenn­ist af krossam­ynstri. Teikn­ing­in er tal­in vera í kring­um 73 þús­und ára göm­ul.

Vís­inda­mönn­un­um hef­ur ekki tek­ist að ráða í merk­ingu lín­anna, en þær virð­ast til­heyra stærri teikn­ingu.

Und­an­far­in sjö ár hafa vís­inda- menn­irn­ir freist­að þess að greina upp­runa steins­ins en hann fannst þeg­ar forn­leifa­fræð­ing­ar rann­sök­uðu æva­forna örv­arodda í helli um 300 kíló­metra aust­ur af Höfða­borg.

„Þetta er elsta teikn­ing mann­kyns­sög­unn­ar,“seg­ir Fr­ancesco d’Erruco, einn rann­sak­enda. Þar til nú hafa forn­leifa­fræð­ing­ar tal­ið að elstu teikn­ing­ar mann­skepn­unn­ar sé að finna í hell­um á Spáni og í Indó­nes­íu. Þær teikn­ing­ar eru að­eins 40 þús­und ára gaml­ar.

MYND/NATURE

Ekki hef­ur tek­ist að ráða í merk­ingu 73 þús­und ára teikn­ing­ar.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.