Gert ráð fyr­ir 300 millj­ón­um í kostn­að og ráð­gjöf við þyrlu­kaup

Fréttablaðið - - FRÉTTIR - – smj

„Tal­an bygg­ist á vinnu stýri­hóps sem inn­an­rík­is­ráð­herra skip­aði í sept­em­ber 2015 til að tryggja leit­ar- og björg­un­ar­þjón­ustu inn­an efna­hagslög­sögu Ís­lands til fram­tíð­ar með end­ur­nýj­un á þyrl­um Land­helg­is­gæsl­unn­ar,“seg­ir Ás­geir Er­lends­son, upp­lýs­inga­full­trúi Land­helg­is­gæsl­unn­ar (LHG).

Í fjár­laga­frum­varpi rík­is­stjórn­ar­inn­ar sem kynnt var á þriðju­dag kom fram að sam­kvæmt fjár­mála­áætl­un 2019-2023 er gert ráð fyr­ir kaup­um á þrem­ur nýj­um þyrl­um á ríf­lega 14 millj­arða króna. Það ger­ir um 4,7 millj­arða fyr­ir hverja þyrlu. Þessi mikli kostn­að­ur hef­ur vak­ið at­hygli. Frétta­blað­ið ósk­aði eft­ir upp­lýs­ing­um um upp­hæð­ina.

Ás­geir vís­ar í skýrslu stýri­hóps­ins sem lagði til að keypt­ar yrðu þrjár þyrl­ur af svip­aði stærð og LHG er með í sinni þjón­ustu í dag. Skýrslu­höf­und­ar við­ur­kenna að til­lög­urn­ar útheimti „veru­leg fjár­út­lát rík­is­sjóðs“.

Áætl­að er að þyrlurn­ar kosti 13,9 millj­arða og of­an á það bæt­ist út­boðs­kostn­að­ur og ráð­gjöf við út­boðs­ferl­ið upp á 300 millj­ón­ir króna. Alls 14,2 millj­arð­ar. Í skýrsl­unni seg­ir:

„Ekki eru til að­gengi­leg­ir „verð­list­ar“fram­leið­enda yf­ir þyrl­ur sem eru sér­út­bún­ar til þeirra starfa sem hér um ræð­ir. Ofan­greind­ar kostn­að­ar­töl­ur byggj­ast á gagna­grunni frá fram­leið­end­um, sem og upp­lýs­ing­um frá að­il­um sem hafa ver­ið að fjár­festa í nýj­um þyrl­um á und­an­förn­um ár­um fyr­ir hlið­stæða starf­semi.“

Kaup­in verða boð­in út á næsta ári að sögn Ás­geirs og því ekki vit­að hvernig þyrl­ur verða keypt­ar.

FRÉTTA­BLAЭIÐ/ERNIR

Það mun kosta sitt að end­ur­nýja þyrlu­flota LHG.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.